Ísland eitraða ESB-peðið á norðurslóðum

Evrópusambandið hugsar sér Ísland sem stökkpall á norðurslóðir. Þau sjö þjóðríki sem starfa með Íslandi í Norðurskautsráðinu vita af fyrirætlun Evrópusambandins og þess vegna kom það ekki til greina af þeirra hálfu að varanlegt aðsetur Norðurskautsráðsins yrði í Reykjavík.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra ber ábyrgð á einangrun Íslands í norðurslóðasamstarfi. Hann skrifar um nýafstaðinn fund ráðsins í Grænlandi. Niðurlangsorðin eru

Fundurinn í Nuuk var tímamótafundur og eru öll ríkin einhuga um að Norðurskautsráðið verði aðalvettvangur stefnumótunar, samninga og beinharðra aðgerða í málefnum norðurheimskautssvæðisins. Því ber að fagna. Það er staðföst skoðun mín, sem endurspeglast í nýsamþykktri norðurslóðastefnu, að Íslendingar eigi að efla þátttöku sína í starfsemi ráðsins með ráðum og dáð.

Ef Össur meinar það sem hann segir ætti hann að draga tilbaka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Á meðan umsóknin er á lífi spillir hún jafnt og stöðugt  hagsmunum Íslands.

 


mbl.is Fæstir vita um Norðurskautsráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Já þú meinar!!       Annað eins hefur nú gerst hjá gömlum stjórnmála refum. Því fylgir þá jafnan miklir sér-hagsmunir. Líklega þarf hann að fara að meta hvor er betri,brúnn eða blár.

Helga Kristjánsdóttir, 14.5.2011 kl. 11:37

2 identicon

Þú hittir beint í mark með þessari færslu en sennilega óvart. Miðað við frásögn Fréttablaðsins í dag af mengunarmálum á Íslandi þá er örugglega ekki mikill áhugi hjá löndum sem sannarlega liggja að norðurslóðum að hafa hið eitraða peð með í klúbbnum. Sem er slæmt því hafstraumar bera díxoín, skolp, affall frá álverum og öðrum verksmiðjum hér beina leið til norðursins. Ísland ætti að vera í vera í norðurskautsráðinu en í skammrakróknum þar til það hefur vaxið úr grasi og siðvæðst.

Jóhann F. Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 12:47

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Snarpur og góður pistill, Páll.

Jón Valur Jensson, 14.5.2011 kl. 14:14

4 identicon

Það hefði verið fínt að fá skrifstofuna í Reykjavík.

Þessi samfylking getur ALDREI gert nokkuð af viti.  Alltaf bara með ESB magapínuna.

jonasgeir (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 14:51

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Páll, því þetta hefur reyndar verið vitað nú nokkuð lengi, en ekki sagt.  Össur er svo viti skroppin, eða svo sín sjúkur að honum sést ekki fyrir í neinu er varðar hagsmuni okkar Íslendinga.  

Í hans hugar hrognum og flugfreyjufjöðrum  mun Ísland fá evruvængi lóðbeint til kölska í víti.  En á hjara veralda hér norður í hel fá aðrir að gæða sér en ekki við. 

Það er svo um hugsunar vert að hversvegna skyldi þjóð í ríki sem talið er vera lýðræðisríki þurfa að slást við stjórnvöld?.    

 

  

Hrólfur Þ Hraundal, 14.5.2011 kl. 15:02

6 identicon

Frábær pistill ,og orð að sönnu og i tima töluð  og orð sem nú þarf að hamra á  ,áfram og áfram    ...Eg hef áður sagt áræðanlega her inná þessu bloggi hvað það hvilir þungt á mer að ekki skuli snúið ser að þvi að koma á þessu Bandalagi Norðurslóða og Islandi þar með  ...........og steinhætta þessu ESB ,en það virðist svo vonlitið meðan Jóhanna og Össur hersera þarna i Rikisstjórninni ....... en eg trúi á kraftaverk og stundum hafa þau skeð   !!

Ransý (IP-tala skráð) 14.5.2011 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband