Föstudagur, 13. maí 2011
Bavíanafrumvarpið og Samfylkingin
Fyrir hálfum mánuði var Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra gerður afturreka úr ríkisstjórn með frumvarp um breytingar á stjórnkerfi sjávarútvegsins. Ráðherra Samfylkingarinnar lét svo um mælt að líkast til hefðu bavíanar skrifað frumvarpið.
Nokkrum dögum síðar var frumvarpið nær óbreytt samþykkt í ríkisstjórn og samfylkingarráðherrar giska kátir með það.
Samfylkingin sættist æ betur við dýraríkið.
Athugasemdir
MJÁ !!!!!!!
Helga Kristjánsdóttir, 13.5.2011 kl. 16:34
Fordæmið kemur væntanlega frá Florida - þar eru öll dýrin í skóginum jafnsett :)
Kolbrún Hilmars, 13.5.2011 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.