HS-Orka tvöfaldar hagnað - á pappírunum

HS-Orka sem er í eigu Magma sem aftur er í eigu kandadíska raðbraskarans Ross Beaty og íslenskra hulduauðmanna tvöfaldar hagnað sinn, samkvæmt fréttatilkynningu. Pappírshagnaður HS-Orku verður notaður til að mjólka lífeyrissjóðina sem ætla að fara með fé sjóðsfélaga sinna og kaupa í Magma.

Pappírshagnaðurinn verður eftir á Íslandi en gjaldeyrinn fer til útlanda og skiptist á milli Ross Beaty og íslensku auðmannanna.

Svikamyllur er einfalt að setja upp á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og sumir vilja reisa hér 14 verksmiðjur á næstu 15 árum með svipuðum aðferðum og þekkjast í HS-málinu. Arðurinn af auðlindinni fer aftur út fyrir landsteinana og stjórnmálamenn villa um fyrir almenning og segja að þetta sé til að efla atvinnulíf. 

Rúm 10% af framleiddri orku á landinu er nægileg fyrir daglegar þarfir almennings, borgirnar og bæina. Restin af framleiðslunni fer í stóriðnað þar sem arðurinn fer að mestu til auðmanna á kostnað skattgreiðenda. 

Það er einfalt að setja upp svikamyllur þegar fréttamiðlarnir segja ekki alla söguna.

Davíð Alexander Östergaard (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 12:36

2 identicon

Ég er ekki hrifinn af, að lífeyrissjóðir fjárfesti mikið í hlutabréfum, því að mér finnst það óvarlegt. En svo tapa ég því miður þræðinum hjá Páli - er svo sem ekki að rengja hann, en kannski mætti skýra betur út: 1) Af hverju kallar hann gróðann pappírshagnað? 2) Hvað er til sanninda um, að Íslendingar séu á bak við Magma? 3) Hverjir koma helzt til álita að vera þessir hulduauðmenn? Mig langar að geta passað mig á þeim.

Sigurður (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 13:12

3 identicon

Sigurður, þetta var viðskiftamódel bankana fyrir hrun eins og þú mannst, ævintýralegur hagnaður og ævintýralegalegar eignir sem reyndust svo  verðlausir pappírar. Yrði ekki hissa að þú findir einhvern Finn og jafnvel einhvern Ólaf ef þú kíktir á bak við Magma, annars er best að spyrja Binga.

þór (IP-tala skráð) 13.5.2011 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband