Ísland einangrast vegna ESB-umsóknar

Nágrannar okkar í vestri og austri, Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn, eru ekki á leið í Evrópusambandið. Þjóðirnar þrjár setja norðurslóðir í forgang í utanríkisstefnu sinni. Ísland, aftur á móti, eyðir milljörðum króna og ógrynni vinnustunda stjórnsýslunnar í aðildarumsókn að Evrópusambandinu.

Í gær var ákveðið á fundi norðurskautsráðsins að höfuðstöðvar ráðsins skyldu hafa fast aðsetur í Tromsö í Noregi. Reykjavík hafði alla burði til að hreppa hnossið en vegna þess að nágrannar okkar telja Ísland á leiðinni í Evrópusambandið kom ekki til greina að láta Ísland verða heimaland norðurskautsráðsins.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands hafa engan áhuga á að gefa Evrópusambandinu færi á að gera sig gildandi á norðurslóðum, meira en orðið er. Samkvæmt stærsta blaði Norður-Noregs var einhugur um að Tromsö yrði aðsetur norðurskautsráðsins. Reykjavík var ekki inn í myndinni þar sem Ísland er þegar skilgreint sem aðili að Evrópusambandinu.

Utanríkisstefna Samfylkingarinnar er í algerri andstöðu við lífshagsmuni þjóðarinnar til skemmri og lengri tíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki bara utanríkisstefnan Páll, heldur öll pólitísk stefna Samfylkingar!

Þessi flokkur er engan veginn stjórntækur, þar snýst allt um ESB aðild. Engin lög er hægt að setja nema þau snúi að ESB aðlögun, skiptir þar einu hvort það sé þjóðinni til hagsbóta eða ekki.

Undantekningin er þegar misvitrir ráðherrar þessa flokks setja lög sem eru svo úr takti við allt og alla að það verður að leita til EES til að fá þeim hnekkt!

Gunnar Heiðarsson, 13.5.2011 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband