Fimmtudagur, 12. maí 2011
Meðgjöf Íslands til ESB 15 milljarðar
Ísland mun greiða með sér til Evrópusambandsins um 15 milljarða króna, samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins og er það án efa varleg áætlun. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland fái í formi styrkja um 12 milljarða tilbaka af meðgjöfinni.
Styrkirnir verða einkum til landbúnaðarmála og dreifðra byggða.
Samfylkingin vill að við göngum í Evrópusambandið vegna þess að embættismenn í Brussel vita betur en Íslendingar hvernig eigi að reka landbúnað hér á landi og hvernig styrkjum til byggðamála skuli deilt út hérlendis.
Það heitir að sækja vatnið yfir lækinn.
3 milljarða nettóútgjöld við ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Enn hafa þeir ekki gefið upp hvað beinn kostnaður við inngönguna er mikill. Einhverjar hundruðir milljóna komnar þegar í rýnivinnu og þýðingar auk aðlögunnar, stjórnlagaþings, kvótafrumvarps, fjölmiðlafrumvarps, etc, sem er beinn þáttur í ferlinu. Líklega má telja þennan kostnað í tugum milljarða ef tekið er tillit til þess hvað hefur setið á halkanum í þessu poti. (allt).
Svo mættu þeir kasta upp tölu á kostnað við upptöku cool aid myntarinnar Evru, sem mun kosta hundruði milljarða. Ætlar ESB að lána okkur fyrir þessu á ofurvöxtum sínum?
Hefur Össur fálmað ofan í vasana sína og tékkað hvort hann hefur efni á dæminu? Ég get alveg svarað því. Nei, víðs fjarri.
Svo er nú spurning hvenær við náum skilyrðum Maastricht, sem við höfum aldrei náð einu atriði af, hvorgi í góðu ári né slæmu. Á að gefa okkur afslátt á því? Fáum við kannski beilát eins og gríski harmleikurinn?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 18:19
Þrír milljarðar nettó fyrir að minnka völd stjórnmálamanna er ekki hátt gjald.
Karl (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 18:44
Minnka völd hér Karl og auka þau annarstaðar. Heldur þú virkilega að stjórnmálaafskipti minnki við ESB.
Jahérahér.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 19:36
Menn hafa svo vænt Íslenska stjórnmálamenn um að þiggja mútur fyrir að þjóna ríkum þrýstihópum eins og fjármálafyrirtækjum. Það hefur þó aldrei geta sett fingurinn á það. Aftur á móti í ESB, þá rekur hvert mútumálið annað inni á þinginu og nú síðast í gær eða fyrradag. Þar eru ganga hagsmunir fólksins kaupum og sölum, sem aldrei fyrr.
Finnst þér ekki merkilegt að aldrei skuli minnst á þetta á Stöð 2, RUV og Vísi?
Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 19:39
Annars er þetta bara félagsgjaldið, því svo verðum við í framtíðinni að leggja í púkk við að beila út glæpamenn í jaðarríkjunum 20 af 27.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 20:17
"Ráðuneytið gerir ráð fyrir að Ísland fái í formi styrkja um 12 milljarða tilbaka af meðgjöfinni." Mér vitanlega þá þarf að sækja um styrki, þeir koma ekki sjálfkrafa og það er ekki sjálfgefið að allar styrktarumsóknir verði samþykktar. Það virðist oft að ESB-sinnar hér á landi haldi að íslendingar komi til með að fá fleirri milljarða í styrki, en það er ekkert öruggt og styrktarumsóknir þarf að endurnýja sem þýðir að það er alltaf möguleiki á því að umsókninni verði hafnað. Þessir 12 milljarðar allt eins orðið margfalt minni.
Jóhannes (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 21:07
Það kostar að halda uppi miðevrópska bankabákninu sem lánaði hingað og líka þangað.
jonasgeir (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 21:09
Gaman að heyra svona. Ráðuneytið gerir ráð fyrir að við fáum 12 milljarða til baka en gerir ekki ráð fyrir að Evrópubúar muni fiska hér við strendur íslands fyrir milljarða í verksmiðjutogaranna sína. Þar með Íslensku evróputogaranna sem fá leifi til að fiska hér ásamt hinum erlendu togurunum.
Valdimar Samúelsson, 13.5.2011 kl. 10:36
Þvílík endaleysa.
Væri ekki nær að nota mismuninn (3 milljarða) í hugmyndasamkeppni um leiðir til að losna við þessa einstaklinga, sem eru viljugir að borga meira en þeir fá.
Eggert Guðmundsson, 13.5.2011 kl. 15:36
Hvað sem fólki finnst um ESB aðild í eðlilegu árferði, þegar til eru einhverjar krónur fyrir aðgangseyrinum, þá er ljóst að blind græðgi og fáfræði er ráðandi afl hjá aðildarsinnum. Svona er bara hægt að blekkja þá sem vilja fá allt fyrir ekkert.
Glópagull er óekta.
Norðmenn vildu ekki fara í ESB, einmitt vegna gífurlegs kostnaðar. Ég hef oft furðað mig á að ekki sé rætt meir um kostnaðinn, sérstakalega vegna þess að ríkisjóður er tómur og rúmlega það!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.5.2011 kl. 12:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.