Hagfræði, pólitík og þjóðarhugur

Þjóðhagfræðin slumpar á ýmsar hagstærðir sem eru upplýstar ágiskanir oft á á tíðum, eins og hvað ríkisstjórnin kostar þjóðina. Pólitík er líka slumpgrein þar sem stjórnvöld á hverjum tíma taka einhvern pól í hæðina sem annars vegar tekur mið af baklandi flokkanna sem mynda stjórn og hins vegar þjóðarhug.

Þjóðarhugur er hvert almenningur vill stefna. Eftir hrunið var hugurinn myrkvaður og áttleysi einkenndi almannaróm. Uppgjöf var efst í huga margra og við þær kringumstæður var gengið til kosninga vorið 2009 og vinstriflokkunum veitt umboð.

Þjóðarhugurinn er óðum á ná áttum og reynir ítrekað að senda stjórnvöldum skilaboð. Þjóðin vildi ekki Icesave, ekki stjórnlagaþing, ekki Evrópusambandið og ekki atvinnustefnu andskotans.

Stjórnvöld hlusta ekki og eru aldrei í takt við þjóðina. Þess vegna á að kjósa til alþingis síðsumars eða í haust.

 


mbl.is Dýrkeypt efnahagsstefna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband