Lífeyrissjóðum er ekki treystandi

Lífeyrissjóðir sólunduðu peningum sjóðsfélaga í útrásarvitleysu. Samkvæmt frétt RÚV töpuðu lífeyrissjóðir um 60 milljörðum í einum banka, Kaupþingi. Hálaunalið lífeyrissjóðanna samsamaði sig lífsstíl útrásarauðmanna og bjó yfir álíka þekkingu á rekstri.

Lífeyrissjóðum hefur fækkað á undanförnum árum. Rökin fyrir sameiningu þeirra voru stærðarhagkvæmni. Stærri sjóðir bjóða á hinn bóginn upp á meiri spillingu þar sem auðveldara er að sópa undir teppið mistökum.

Engin hreinsun hefur farið fram innan lífeyrissjóðakerfisins vegna hrunsins. Hugarfar brasks og skjótfengis gróða ræður þar enn ríkjum. Næst ætla lífeyrissjóðirnir að taka þátt í að braska með orkuauðlindir landsins með því að kaupa sig inn í Magma.

Alþingi verður að grípa í taumana og setja ný lög um lífeyrissjóði þar sem ábyrgð verður skýrari. Launþegar eiga að fá meira vald til að færa sig úr viðskiptum við lífeyrissjóði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Það verður að teljast merkilegt hve þú, Páll, og margir aðrir eru ákafir að gera sem mest úr tjóni lífeyrissjóðanna í hruninu, en horfa um leið framhjá tapi annarra.

Eins og aðrir fjárfestar sem versluðu á markaði hér og höfðu flestir fjárfest í hlutabréfum bankanna og skuldabréfum þeirra töpuðu lífeyrissjóðirnir þegar bankarnir hrundu. Það var ekkert sérstakt varðandi þá eða stjórnun þeirra.

Gátu þeir varist tapinu? ef marka má fréttir RÚV undanfarið um hvernig almennir stjórnarmenn Kaupþings voru blekktir er erfitt að sjá að lífeyrissjóðir - eða aðrir fjárfestar - hefðu getað varast tap.

Hins vegar dugðu þær varnir sem eru innbyggðar í starfsemi lífeyrissjóðanna og regluverkið um þá, að deila áhættunni þannig að þótt einhversstaðar bregðist fjárfestingin verði tapið ekki óviðráðanlegt. 

Staðreyndin er að lífeyrissjóðirnir eru einu fjármálastofnanirnar/-fyrirtækin sem komu standandi niður í hruninu og þótt tjón þeirra sé vissulega tilfinnanlegt, þá hafa þeir náð sínum fyrri styrk að mestu aftur. Enn er þó ekki séð fyrir endann á hvert tapið verður, en þótt það verði meira en gert er ráð fyrir, standa lífeyrissjóðirnir það af sér án þess að þurfa frekar að skerða réttindi sjóðfélaga sinna. 

Það sem ógnar lífeyrissjóðunum nú meira en nokkuð annað er hve fjárfestingarkostir hér eru orðnir einhæfir, öll eggin eru að færast í eina körfu: Lítið er eftir annað en ríkistryggðir pappírar fyrir þá að kaupa. Það er hættulegt og væri frekar ástæða til að rannsaka þá þróun og reyna svo að koma því til leiðar að hér geti farið að þróast virkur og heilbrigður hlutabréfa- og verðbréfamarkaður og að gjaldeyrishöftum verði aflétt. Það er besta ráðið til að tryggja afkomu lífeyrissjóðanna.

Þú segir að engin "hreinsun" hafi farið fram innan lífeyrissjóðakerfisins, hvað áttu við? Hefurðu borið saman hverjir sátu í stjórnum sjóðanna fyrir þremur árum, og hverjir eru þar nú? Eða helstu stjórnendur þeirra? Ef einhver þeirra sem eru þar nú ættu að víkja, hvers vegna? Komdu nú með einhver rök fyrir máli þínu, frekar en að gjamma órökstudd gífuryrði í síbylju.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 12.5.2011 kl. 08:54

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er erfitt að finna nú orðið fólk sem hægt er að teista. En eitt held ég að sé alveg ljóst, að atvinnurekendur eigi ekki að vera í stjórnum sjóðanna. Það eru einfaldlega of miklar freistingar fyrir þá að nota fé sjóðana í eigin þágu, og geta beitt meyri þristingi innan stjórnar til þess.Ég held líka að það eigi að skipta um stjórnarformann reglulega til dæmis á tveggja til þriggja ára fresti. Svo ætti að leifa eigendum fjárins það er launþegum að hafa meiri aðgang að verkum stjórnarinnar en nú er, þetta er jú þeyrra fé sem verið er að sýsla með. Mér finnst til dæmis ótækt að formaður atvinnurekenda sé i stjórn eins stærsta sjóðsins að sýsla með fé launþega, og ráðstafa því hingað og þangað.

Eyjólfur G Svavarsson, 12.5.2011 kl. 10:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Noh! Hér kemur bara hlutlaus féttamaður RUV og les þér pistilinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 11:16

4 identicon

Vonandi er það rétt hjá Þórhalli  að hingað til hafi "þær varnir sem eru innbyggðar í starfsemi lífeyerissjóðanna og regluverkið um þá,að deila áhættunni þannig að þótt einhversstaðar bregðist fjárfesting verði tapið ekki óviðráðanlegt." 

Reyndar segir hann "Enn er þó ekki séð fyrir endann á hvert tapið verður, en þótt það verði meira en gert er ráð fyrir, standa lífeyrissjóðirnir það af sér án þess að þurfa frekar að skerða réttindi sjóðsfélaga sinna."

Svona bjartsýni  og jákvæðni er sjálfsagt lofsverð enda í anda  mottósins "Þetta reddast" en ég sé ekki nein rök fyrir henni í athugasemdinni.

Svo verð ég að viðurkenna það þó ég hafi ekki "belju"vit á þessum málum læðist að mér spurningin um hversvegna búið er að að skipta um þá sem "sátu í stjórnum sjóðanna fyrir þremur árum"  og líka þá sem voru "helstu stjórnendur þeirra "ef engrar "hreinsunnar" var þörf?

Mér er líka fyrirmunað að skilja að það að gagnrýna  ákvarðanir einhverja stofnana, sem leiddu til taps, jafngildi því að "horfa um leið framhjá tapi annara.

Það sýnir náttúrulega gullfiskaminnið að ég geri mér ekki einu sinni fulla grein hvaða réttindi sjóðsfélaga sinna lífeyrissjóðrnir hafa nú þegar skert.

Agla (IP-tala skráð) 12.5.2011 kl. 11:37

5 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Öhhh ... Jón Steinar, FYRRVERANDI fréttamaður, svo því sé nú til haga haldið.

Og áfram varðandi lífeyrissjóðina. Jafnvægið á milli þess að skipta of oft um stjórnendur (þmt stjórnarmenn) og að þeir sitji of lengi er kannski það sem við ættum að velta fyrir okkur. Tvö ár eru að mínu mati allt of stuttur tími, menn eru rétt að læra á starfið þegar sá tími er liðinn. Ég hef ekki hinn endanlega sannleika um þetta á mínum snærum, en hvað þetta varðar eins og flest annað varðandi lífeyrissjóðina er held ég rétt að skoða málin yfirvegað og forðast að hrapa að ályktunum eða fella sleggjudóma. 

 Ég er ekki heldur viss um að ákvarðanataka um fjárfestingar eða stefnu lífeyrissjóðanna mundi batna við einhverja almenna kosningabaráttu. Er ekki einmitt þess háttar fyrirkomulag sem hvað mest hefur verið gagnrýnt fyrir m.a. popúlisma og jafnvel mútuþægni á liðnum árum í prófkjörum stjórnmálaflokka. Hvernig náum við að virkja beint lýðræði án þess að verða popúlisma að bráð? Það væri fengur í yfirvegaðri umræðu um það.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 12.5.2011 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband