Miðvikudagur, 11. maí 2011
Snjallsímar til bjargar dagblöðum
Fólk borgar fyrir snjallsíma og velur sér ýmsar áskriftarleiðir. Bækur eru keyptar rafrænt á lestölvur. Neyslumynstur af þessu tagi mun bjarga dagblöðum, segir yfirmaður Axel Springer útgáfunnar í Þýskalandi.
Dagblöðum hefur gengið illa að selja áskrift á netinu. Fólki finnst netið eigi að vera ókeypis. Um síma gilda önnur lögmál - þar er almenningur tilbúinn að borga.
Samlandar Gutenbergs telja víst að dagblaðið haldi velli um árafjöld, þótt útgáfan verði rafræn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.