Talsmáti á alþingi og sátt þjóðar og þings

Stjórnmálin eru í uppnámi eftir hrun. Endurnýjun þingmanna var nokkur í kosningunum 2009 en ekki nóg. Endurskoðun á stefnumálum er komin lítt áleiðis. Stjórnmálaflokkarnir eru tregir til umræðu um ábyrgð og mynda innanflokksbandalög til að þagga niður samræður um hvað hafi farið úrskeiðis í starfi og stefnu.

Virðing alþingis bíður hnekki vegna vanrækslu stjórnmálaflokka eftir hrun að gera upp. Játning á mistökum er forsenda fyrirgefningar samfélagsins.

Talsmáti þingmanna sem ekki kunna sig er þeim til vansa. Alþingi verður samt sem áður ekki tekið í sátt þótt þeir orðljótu héldu sér saman.


mbl.is Alþingi hefur glatað virðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stjórnmálastéttin er stærsta ógæfa þjóðarinnar.

Ekkert er lélegra en íslenskir stjórnmálamenn.

Karl (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þó sápulöðrið frussaðist út um eyrun, þá hefur það ekkert með virðingu samkomunnar að gera.  Hlýtur samt að vera leiðinlegur vinnustaður, sem nýtur lítillar virðingar, og takmarkaðrar athygli og því grípa menn til munnsöfnuðar, að því gefnu að neikvæð athygli er betri en engin.

Tímans tönn mun kannski fága eitthvað til orðið "fasistabelja" svona eins og "afturhaldskommatittur" þykir bara virðulegt viðurnefni í hugum margra.  Blóðrunk verður Tryggvi samt að stunda í einrúmi um aldur og ævi.

Hressilegt  tilsvar á þessu virðingarstigi sem hægt er að grípa til og geta jafnframt höfundar (Bólu-Hjálmars) er   

" Andskotinn með úldnum skít, á þér kjaftinn stífli." eftir að kerling hafði sagt við karlskömmina;  "Augum þeim ég á þig lít, að þú líkist fífli"

Það er nefninlega ekki sama "hver, hvað, um hvern" þegar kemur að því að brúka kjaft.  

Jenný Stefanía Jensdóttir, 11.5.2011 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband