ESB-olía á eld þjóðernishyggju

Finnland er með hvað traustasta efnahagskerfi Evrópusambandsins, Grikkland það lakasta. Þjóðernishyggja er samt sem áður vaxandi pólitískt afl í báðum löndum. Ástæðan fyrir aukinni þjóðernishyggju í álfunni er að valdaelítan í Evrópu er einangruð frá þjóðunum sem byggja heimshlutann.

Lýðræðið er aukaatriði í Evrópusambandinu, sagði nýlega Joseph Weiler stjórnmálafræðiprófessor  við New York háskóla. Weiler situr stöðu kennda við Jean Monnet eins aðalhugmyndafræðings Evrópusambandsins.

Kreppa Evrópusambandsins er vegna skorts á lögmæti sem aðeins fæst með því að valdhafar séu í lágmarkstengslum við umbjóðendur sína.

,,Meira" ESB, eins og Michael Barnier í framkvæmdastjórninni boðar, dýpkar pólitíska kreppu Evrópusambandsins.

 


mbl.is Meiri samruni eina svarið við vaxandi þjóðernishyggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meira af ESB er meira af Carol:

http://www.youtube.com/watch?v=LOPYEjXUGR0

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 11:50

2 Smámynd: Che

Ég er ekki viss um hvort þessi Michel Barnier sé skilningslaus kretíni eða heimskur aulabárður. Ég hygg hvort tveggja. Það er rétt sem þú segir, að meginástæðan fyrir vaxandi þjóðernishyggju í aðildarlöndum ESB er einmitt ESB. Á endanum mun ESB verða sams konar einræðisríki og Sovétríkin voru.

Í augnablikinu er erfitt að sjá mun á framkvæmdastjórninni í Bruxelles og politbüro í Kreml, á milli áætlunarinnar um ESB-ríki og sovézkri heimsvaldastefnu, milli skortsins á lýðræði innan ESB og Sovétríkjanna, milli ófullvalda aðildarríkja ESB og sovétlýðveldanna, sem dönsuðu eftir pípu valdhafa í Moskvu.

Það er engin tilviljun, að rússneski einræðisherrann (de facto), Vladimir Putin sé svona hrifinn af ESB. Hann er apparatjik og leyniþjónustukall frá gömlu Sovétríkjunum og valdabrölt bürokratanna í Bruxelles og Frankfurt fellur alveg í þráð með hans eigin hugmyndir, þá og nú, um hvernig eigi að kúga þegnanna undir því yfirskini að vera gera þeim greiða.

Eitt er víst. Þeir íbúar Íslands, sem ekki hafa sams konar hryggglengju og ánamaðkar, munu aldrei kyssa svipu framkvæmdarstjórnarinnar. Það gera aðeins undirlægjur.

Che, 11.5.2011 kl. 12:17

3 Smámynd: Tryggvi Thayer

Enn einn daglegur skammtur af misvísandi upplýsingum um ESB frá Páli sem skoðanabræður hans lepja upp. Í umfjöllun Josephs Weilers, sem Páll vísar í, er ekki haldið fram að stjórnkerfi ESB sem slíkt sé ólýðræðislegt, e.o. mætti skilja af orðum Páls og annara, heldur að lýðræðiskreppa (ef hún er til staðar) stafar af því að kosningaþátttaka Evrópskra borgarar er lítil. Michel Barnier var að tala um það sama í ræðu sinni (sem er fyrirsjáanlega leynt í frétt mbl.is). Ef lesendur hafa fyrir því að afla sér upplýsinga um hvað Barnier sagði í raun og veru þá komast þeir að því að hann var að hvetja til aukinnar þátttöku Evrópsks almennings í ákvarðanatöku - þ.e. að leita leiða til að hvetja borgara til að nýta sér það lýðræðislega vald sem það hefur.

Che - ef þú getur ekki séð neinn mun á framkvæmdastjórn ESB og stjórnkerfi fyrrum sóvétlýðveldanna þá hefurðu greinilega enga hugmynd um hvernig stjórnkerfi ESB virkar.

Tryggvi Thayer, 11.5.2011 kl. 14:05

4 identicon

www.scribd.com/fullscreen/54659210

Hvad er likt med gamla USSR og EU?

Þetta er vel ígrunduð grein.  Af tíu atriðum má vel rökstyðja að það sama á við ESB Brussel. 

8/10.  Flestir væru ánægði með svoleiðis einkunn.  Nema þá kanski í þessu tilfelli.  Svona hefur þú greinilega lítið vit á ESB, Tryggvi.  -Eða hvað?

jonasgeir (IP-tala skráð) 11.5.2011 kl. 14:53

5 Smámynd: Tryggvi Thayer

jonasgeir - ég hef þó nóg vit til að sjá að þetta er ekki vel ígrunduð grein. Höfundurinn gefur sér að miðstýring í ESB er mun meiri en hún er og málar því mynd af ESB sem styður niðurstöður hans en á sér litla stoð í raunveruleikanum.

T.d. Seðlabanki Evrópu á ekkert skylt við Gosbank og aðrar stofnanir sem stýrðu fjármálum í Sóvétlýðveldinu. Að halda slíku fram sýnir bara að höfundur hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala eða þá að hann er vísvitandi að villa um fyrir lesendum.

Tryggvi Thayer, 11.5.2011 kl. 15:32

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"I have a power"??

Tryggvi minn er þetta svona norskenska.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.5.2011 kl. 01:08

7 Smámynd: Tryggvi Thayer

Jón Steinar - alltaf jafn fræðandi athugasemdirnar frá þér...

Tryggvi Thayer, 12.5.2011 kl. 05:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband