Þriðjudagur, 10. maí 2011
Marshall-aðstoð til Grikklands
Spiegel tekur saman umræðu síðustu daga um stöðu Grikklands og evrunnar - og þar með Evrópusambandsins. Í samantektinni eru birt sjónarmið úr öðrum þýskum fjölmiðlum. Süddeutsche Zeitung skrifar að Grikkir þarfnist nýrrar Marshall-aðstoðar og er þar vísað í bandaríska peninga eftir seinna stríð til endurreisnar Evrópu.
Skírskotun í Evrópu eftir stríð sýnir hversu yfirþyrmandi fjármálakreppan er orðin í þýskri umræðu. Evran er pólitískt verkefni Evrópusambandsins til að komast á næsta stig samrunaþróunarinnar. En í stað þess að búa í haginn fyrir víðtækari og dýpri samvinnu er evran að ríða sambandinu á slig.
Evrópusambandið kaupir sér tíma og heldur leynifundi um það hvort Grikkland fari úr evru-samstarfinu, afskrifi skuldir eða geri hvorttveggja.
Hvernig sem allt veltur, er Evrópusambandið ekki staðurinn til að var á. Heyrir þú það, Össur?
Athugasemdir
Hann nemur ekki þessa tíðni Páll.
Helga Kristjánsdóttir, 11.5.2011 kl. 00:13
Þeim var nær að lána grikkjum svona mikla peninga... Vonandi verða grikkir aðztoðaðir þannig að þeir geti allir hætt að vinna með drjúg eftirlaun þegar þeir eru orðnir 50 ára.
Hörður Þórðarson, 11.5.2011 kl. 01:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.