Enginn valkostur við vinstristjórn

Meirihluti ríkisstjórnarinnar veltur á atkvæði Þráins Bertelssonar sem veldur ekki eigin tungu. Þráinn er ekki á vetur setjandi en ekkert fararsnið er á stjórninni. Ástæðan? Jú, enginn lífvænlegur valkostur er við vinstristjórnina.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti að vera mótvægisafl er gæti komið til skjalanna þegar vinstristjórn steytti á skeri. Vinstrifleytan velkist  í skerjagarðinum, hriplek og með áhöfn i uppreisnarhug, en samt er ekki litið til Sjálfstæðisflokksins sem bjargvætts.

Sjálfstæðisflokkurinn heyktist á uppgjöri eftir hrun og er lamað stjórnmálaafl. Uppgjör var forsenda fyrir trúverðugri endurreisn sígildrar sjálfstæðisstefnu með ábyrgð, fullveldi og einstaklingsfrelsi í öndvegi. Án uppgjörs er Sjálfstæðisflokkurinn róninn sem strengir þess heit að verða að betri mann um leið og hann fær sér afréttara.

Sjálfstæðisflokkurinn undir núverandi forystu er hentistefnuflokkur. Tilraunir til að búa til pólitík úr andstöðu við skattastefnu vinstristjórnarinnar virka hlægilegar vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi þjóðina inn í hrunið. Hærri skattar eru afleiðing af óhófi og blárri útrásarheimsku. Tækifærisstefnu fylgja siðferðisbrestir og pólitísk villa sem sýndi sig í hundslegri uppgjöf forystunnar í Icesave-málinu.

Forysta Sjálfstæðisflokksins er á flótta undan almennum flokksfélögum og neitar að halda landsfund. Stjórnmálaflokkur sem þorir ekki að funda er handónýtt verkfæri til að hafa áhrif á samfélagið.

Framsóknarflokkurinn verður forystuafl á hægri væng stjórnmálanna. Flokkurinn endurnýjaði sig eftir hrun og mun uppskera í fyllingu tímans.

Á meðan Sjáfstæðisflokkurinn er á tortímingarleið og Framsóknarflokkurinn að ná vopnum sínum situr vinstristjórnin áfram þótt Þráinn fari stundum öfugu megin framúr á morgnana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þú segir: " ... ekkert fararsnið er á stjórninni. Ástæðan? Jú, enginn lífvænlegur valkostur er við vinstristjórnina."

Ég veit ekki hversu lífvænlegir eða ekki valkostirnir eru. Hitt blasir við, að enginn hefur uppi tilburði til að koma þessari ríkisstjórn frá. Svo geta menn, eftir atvikum, verið ánægðir eða óánægðir með það ástand.

Þórhallur Birgir Jósepsson, 10.5.2011 kl. 10:26

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn er gersamlega höfuðlaus her. Þeir verða að fara að hysja upp um sig brækurnar.

Nú eru stjórnmálin komin í fáránlegan skotgrafahernað eða sandkassaleik um smáatriði, sem engu máli skipta. Orðalag og munnsöfnuð þingmanna og brefaskriftir forsetans, sem er í meira lagi undarlegt mál.

Nú gengur Jóhanna fremst í því að leiða umræðuna á karpstigið um ekkert, sem hún hefur þó krafið aðra um að láta af. Hún fær bréf frá forseta, sem henni líkar ekki og notar það til að ná sér niðri á honum í gegnum fjölmiðla, sem hafa kært eftir upplýsingalögum til að fá að birta það sem Jóhanna veit nákvæmlega hvað er og hefur lesið. Hún vill níða skóinn af forsetanum af því að hún þykist hafa bréf undir höndum, sem hjálpar henni við það. 

Það merkilega er að gamlir fjendur forsetans í sjálfstæðisflokki, rísa nú dróma og taka þátt í spunanum með Jóhönnu, eins og sést á skrifum Björns Bjarnasonar. Nú bætir hann nagla í kistu flokksins með svona kjaftæði.

Nú á að þyrla upp moðreyk um grunlausan stuðning forsetans við útráisna og heimta siðareglur og birtingu bréfasamskipta við forsætisráðherra. Nokkuð sem skiptir akkúrat ekki nokkru máli í dag.  Maður spyr sig, hvað nú er verið að breiða yfir.

Þetta lið er ekki með sjálfum sér. Traustið er lítið á þessa kóna, en ekki er þetta til að auka það.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 11:17

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Tek undir með Þórhalli. Á meðan ekki reynir á er ótímabært að halda áfram að tönnlast á því að engir valkostir séu í stöðunni.

Við sitjum uppi með handónýta ríkisstjórn á meðan menn halda áfram að telja úr sér kjarkinn.

Ragnhildur Kolka, 10.5.2011 kl. 11:21

4 identicon

Íslensk stjórnmál eru ónýt eins og felst ef ekki allt í þessu landi.

Karl (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 12:25

5 Smámynd: Björn Birgisson

Góður pistill. Þess vegna fer hann ekki í Staksteina!

Björn Birgisson, 10.5.2011 kl. 13:27

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Björn, lúðaliðið í ríkisstjórninni er fullfært um að fylla Staksteinadálkinn, jafnvel þótt hann væri á hverri síðu.

Ragnhildur Kolka, 10.5.2011 kl. 15:01

7 Smámynd: Björn Birgisson

Nú, ég hélt að ákveðinn innanhússlúði sæi alfarið um það, drifinn áfram af hatri, hefnigirni og heift!

Björn Birgisson, 10.5.2011 kl. 15:18

8 identicon

Forysta Sjálfstæðisflokksins telur augljóslega að taka Baugfylkingarafbrigðið á málefnin og um leið gerast systurflokkur hennar vegna tengsla við auðrónana sem eiga Baugsfylkinguna, er eina leiðin til að tryggja sjálfum sér aukalíf í pólitíkinni.  Pólitískur portkarl og tækifærissinni sem fyrrum flokksfélagar segja að gangi ekki heill til skógar, er yfirlæknirinn á gjörgæsludeildinni og reynir að halda nályktinni í skefjum frá rotnandi stjórnarhræinu.  Gaman að fylgjast með lúðunum, aðstandenum hræsins leggjast svo lágt og raun ber vitni, til að reyna að verja hana og um leið gera sig að samskonar markleysingjunum og yfirlæknirinn og flokkaflakkarinn orðvari, sem fék heiðurslaun í gegnum spillingu frá Framsóknarflokknum fyrir að verða kosningastjóri flokksins með þá Finn og Halldór Ásgrímsson í brúnni.   Virtustu stjórnmálamönnum þjóðarinnar.  "Kletturinn í hafinu!", er verkið sem hann fékk heiðurslaunin fyrir, eftir að hann hafði gefist upp á að reyna að svæla þau út úr Sjálfstæðisflokknum.  Því miður náði Þráinn ekki að tryggja sér pólitísk áhrif innan Framsóknarflokksins, þó svo að hann leggði mikið á sig til þess, en stal í stað þess þingsæti af Hreyfingunni eins og allir vita. 

Á facebook þann 5. apríl sagði Þráinn hinn staðfasti að hann teldi kosningar nauðsynlegar ef Nei færi með sigur að hólmi í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave III.

Orðrétt sagði Þráinn.:

"Mín persónulega skoðun er sú að boða eigi til nýrra þingkosninga ef Icesave-samningurinn (sem þingið samþykkti með auknum meirihluta) verður felldur. Hins vegar eigi forsetinn að segja af sér ef hann verður samþykktur.".... 

..

Og viti menn nánast daginn eftir varði hann ríkisstjórnina falli með atkvæði sínu þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði sett fram vantraust á verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar.   Yfirlæknirinn á gjörgæsludeildinni hefur líf hennar í hendi sér.  En stjórnvöld þurfa ekki að óttast að hann taki hjarta og lungnavélbúnaðinn úr sambandi, því Þráinn hangir á þingi með stuðningi við ríkisstjórnina eins og hundar á roði til að verja þingsæti sitt og mánaðarlaunin sem eru ómerkileg að hans mati.  Hann veit eins og allir að hann á aldrei aftur eftir að vera kosinn á þing, frekar en Siv og Guðmundur Steingrímsson aðstoðalæknar Þráins.  Karlinn vanstillti hefur ekki aðeins mánaðarlaun sín að verja heldur einnig heiðurslaunin sem Finnur og Halldór Ásgrímsson veittu honum fyrir kosningastjórnunina um árið,  sem er á valdi vinstristjórnarinnar að hann fái að halda. 

Eins gott fyrir hann og ríkisstjórnina að hann gangi ekki alveg að göflunum yfir sjöllum sem neituðu honum um heiðurslaunin um árið, og endi þar sem félagslega heilsulausir lenda, því þá tekur varmaður Hreyfingarinnar við þingsætinu, og óvíst að þar fari pólitísk potmanneskja eins og sumir.


Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.5.2011 kl. 19:59

9 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er rétt hjá þér Páll að miðað við niðurstöður síðustu alþingiskosninga er enginn lífvænlegur valkostur við vinstristjórnina, sem nú situr, þótt líf hennar sé að fjara út hægt en örugglega.

En þú mátt vera alveg viss um það að loknum næstu alþingiskosningum, hvort sem þær fara fram á þessu ári eða því næsta, að margir valkostir verða í boði. Hvernig litist þér á ef Sjálfstæðisflokkurinn yrði í þeirri stöðu að geta valið til ríkisstjórnarsamstarfs hvern þeirra um sig, Vg, Sf eða Framsóknarflokk?

Kosningar þurfa að fara fram sem fyrst og þá koma valkostirnir í ljóst, ekki satt?

Gústaf Níelsson, 10.5.2011 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband