Ísland - Evrópa í þúsund ár

Um árið þúsund var landnámi lokið, alþingi komið í þær skorður sem það átti eftir að starfa næstu 250 árin. Pólitískt landakort Íslands var hliðstætt náttúrulegu korti landsins, eða svona. Í Evrópu stóðu yfir hámiðaldir, hið heilaga rómverska keisaradæmi var miðlægt afl. Ríki eins og Þýskaland, Spánn og Frakkland voru ekki mynduð en önnur, sem þekkjast í dag, t.d. Pólland og England komin á kortið.

Fimm hundruð árum síðar eru norrænu ríkin saman í Kalmarsambandinu. Ísland fylgdi Noregi. Hirðstjóri kom hingað á sumrin og sótti alþingi. Ísland naut fjarlægðarinnar með því að útlend embættismannastétt var ekki sett yfir landið. Stjórnsýslumálið var íslenska, sem áður hét norræna, en skildist hvergi utan landsteinana. Kortið af Íslandi er óbreytt.

Í Evrópu í kringum 1500 er hið heilaga rómverska keisaradæmi enn til að nafni. Smákóngar og furstar eru aftur orðnir máttugri gagnvart keisaranum. Á öldinn gýs upp ófriður kenndur við siðbót, kaþólska kirkjan veikist en veraldlegir furstar styrkjast enn. Nútímaríkin Frakkland, Spánn og England festa sig í sessi sem stórveldi álfunnar.

Aldamótin 1900 er Ísland í þann veginn að fá framkvæmdavaldið á ný inn í landi, fyrsti ráðherrann er Hannes Hafstein og tekur til starfa 1904. Íslendingar voru 50 þúsund fram eftir öldum en bætt lífskjör, m.a. með fjölbreyttari atvinnuháttum, stuðlaði að fólksfjölgun. Pólitískt og náttúrulegt kort Íslands féll enn saman.

Þýskaland var stórveldi Evrópu um 1900. Tvær heimsstyrjaldir stóðu fyrir dyrum næstu rúmu fjóra áratugina. Í þeirri fyrri splundraðist tvíríkið Austurríki-Ungverjaland. Í Versölum knúðu Bandaríkin á um að þjóðríkjareglan yrði samþykkt. Annarri heimsstyrjöld síðar lítur Evrópa svona út.

Evrópusambandið vill gjarnan að álfan fái þetta útlít.

Íslendingar eiga ekki heima í tilraunastarfsemi meginlands Evrópu til að finna heppilegt sambúðarform. Við búum á eyju og eigum að óska nágrönnum okkar í austri velfarnaðar að finna jafnvægi milli fullveldis þjóðríkja og friðsamlegra samskipta.

Ísland er ekki hluti af sögulegum vanda Evrópu og ætti ekki að taka þátt í lausn þess vanda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Einfalt og gott.

Leysum okkar vandamál hér heima og blöndum okkur ekki í vandamál annarra ríkja.

Eggert Guðmundsson, 9.5.2011 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband