Mánudagur, 9. maí 2011
Schengen í þágu glæpamanna
Schengen-samstarfið um óhefta för fólks innan landamæra aðildarríkja þjónustar glæpagengi öðrum fremur, segir í nýrri skýrslu Europol sem Berlingske Tidende segir frá. Í skjóli Schengen ná glæpasamtök að stækka starfssvæði sitt og bindast samtöku þvert á landamæri.
Ísland er aðili að Schengen. Þrátt fyrir að eiga hvergi landamæri að öðru ríki er Ísland útstöð Evrópusambandsins í skilningi landamæravörslu.
Frjálst flæði glæpamanna inn í landið er ekki það sem við þurfum á að halda.
Segjum upp Schengen-samstarfinu.
Athugasemdir
Það verður í mörg horn að líta hjá Europol í framtíðinni. Samkvæmt nýjustu fréttum Evrópusambandsins fjallar Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar um glæp í fæðingu.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 08:55
Elín, þar áður var Grasaferðin talin fjalla um sifjaspell. Líkla er þessi nýja útgáfa merki um umburðarlyndi aðildarsinna.
Ragnhildur Kolka, 9.5.2011 kl. 09:32
Við hefðum átt að vera búinn fyrir lifandi skelfandi löngu að segja okkur út úr þessu galna Schengen-samstarfi, þegar fréttir af austantjaldsmönnum að fremja hér húsinnbrot og aðra glæpi í okkar litla landi fóru að verða áberandi, það eru NOKKUR ÁR SÍÐAN, við hefðum átt að ýta á neyðarhnappinn strax og við urðum hættunnar vör og skjóta okkur rakleiðis út, fleiri og fleiri saklausir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á þessum skepnum sem hafa komið hingað eins og jó-jó í gegnum landamærin okkar og fengið að valsa hér um óáreittir á bílum keyrandi um hverfin okkar í leit að nýjum og spennandi glæpatækifærum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta hefði ekki komið til greina hér áður fyrr.
Svona fólk hefði aldrei komist inn í landið okkar og fengið að haga sér svona, a.m.k. ekki jafn fáránlega og auðveldlega og það hefur haft möguleika á nú og hefur haft svona undanfarin 5-10 ár. Landamæraeftirlitið okkar var afnumið (gagnvart Evrópu) og mögulegar hindranir á hverjir gætu komið hingað svo gott sem orðnar að engu bara eins og hendi væri veifað. Hver eða hverjir bera ábyrgð á þessu? Svona breytingar koma ekki af sjálfu sér!
Og af hverju hefur enginn stjórnmálamaður í kjölfarið (fyrir utan einhverja í Frjálslynda flokknum á sínum tíma) viljað benda á þetta og taka neina dj*fulsins ábyrgð á þessu, snúa þessu við. Enginn á Alþingi að mig minnir hefur nokkurn tíma fjallað neitt um þetta Schengen-mál síðustu árin eða lýst yfir neinum áhyggjum, öllum hefur að því er virðist verið nákvæmlega sama! Svei þessu liði!
Alfreð K, 10.5.2011 kl. 00:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.