ESB-umsóknin er um undanþágur

Söluræða aðilarsinna á Íslandi er ekki um Evrópusambandið heldur um undanþágurnar frá Evrópusambandinu sem væntanlegur aðildarsamningur mun veita Íslendingum. Þegar einhver sækir um aðild að félagsskap en leggur mesta áhersluna á undanþágur frá meginreglum félagskaparins hlýtur að vakna spurning um heilindi umsækjandans.

Evrópusambandið efast um heilindin á bakvið íslensku umsóknina. Þess vegna hefur sambandið ekki komið upp þeim starfsstöðvum sem til stóð að opna í vetur, upplýsingamiðstöð í Reykjavík og önnur á Akureyri.

Til Brussel fara skýrslur sem segja þrjá af fjórum stjórnmálaflokkum landsins andvíga aðild. Helstu atvinnugreinar landsins eru mótfallnar aðild. Ríkisstjórnin sem sótti um aðild hangir á bláþræði.

Umsóknin var aldrei undirbyggð rökum, hún var til heimabrúks. Samfylkingin, og áður Alþýðuflokkurinn, notuðu ESB-málið til að sækja atkvæði sjálfstæðismanna. Á daginn kom að tiltölulega fáir sjálfstæðismenn eru aðildarsinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Auðvitað hefur það runnið upp fyrir Brussell að aðildarumsóknin er bara bjölluat.

Gústaf Níelsson, 9.5.2011 kl. 00:37

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

     Í taumlausri aðildarþrá ,er stöðugt klifað á undanþágum frá meginreglunum,einungis til að kaupa sér frið hér.Þau laumast og læðast eins og í Icesave-svikasamningunum. Síðan ætla þau með þráðan pakkann í þjóðaratkvæði,sem ekkert á að taka mark á,það hefur Össur viðurkennt, að úrslit þess séu ekki bindandi. Þessi stjórn er stórhættuleg.

Helga Kristjánsdóttir, 9.5.2011 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband