Handstýrðar kjarabætur

Með gjaldeyrishöftum verða kjarabætur handstýrðar. Stærsti hluti af kjarabótum þriggja ára samnings á að koma með styrkingu krónunnar. Forsendur fyrir styrkingu krónunnar eru að hluta utan valdmarka ríkisvaldsins s.s. verðlag á mörkuðum en að hluta bein afleiðing af aðgerðum opinberra aðila s.s. staða ríkisfjármála og beiting gjaldeyrisvarasjóðsins.

Verulega skortir á að ríkisvaldið útskýri fyrir almenningi hvert stefnir með gjaldeyrishöftin og hvernig staðið verður að styrkingu krónunnar. Þar skýlir Seðlabankinn sér á bakvið ríkisstjórnina og ríkisstjórnin á bakvið Seðlabankann.

Handstýrðar kjarabætur eru sveipaðar hjúpi blekkingar.


mbl.is Löngu tímabærar kjarabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Styrkur gjaldmiðla ræðst af tiltrú á gjaldmiðilinn.Ef almenningur og lánadrottnar hafa ekki trú á gjaldmiðlinum,fellur hann.Ekki hefur farið fram könnun hér innanlands á hver trú Íslendinga er á krónuna, en hún er tæpast mikil.Meðan svo er, er varla von til að aðrir hafi trú á henni.Það er til nóg af handbærum krónum til að fella hana með skelfilegum afleiðingum ef hún verður sett á flot.

Sigurgeir Jónsson, 8.5.2011 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband