Laugardagur, 7. maí 2011
Leynipeningar, hrun og frelsi
Í skjóli bankaleyndar fór Ísland nærri á hausinn. Siðlausir fjármálamenn nýttu athafnafrelsið til að leggja efnahagslega fjötra á þjóðina. Eftir hrun varð að setja á gjaldeyrishöft til að forða því að landið yrði fjárhagsleg eyðimörk.
Um hríð verður að búa við nákvæmt eftirlit með gjaldeyriseyðslu, þar með talið færslum af greiðslukortum.
Það kemur úr hörðustu átt þegar hrunkvöðlar tengja gjaldeyriseftirlitið við ríkisvæðingu.
Eftirlit með gjaleyri er sjálfsvörn samfélags sem auðmenn skildu eftir í rúst.
Athugasemdir
Eftirlit með gjaldeyri á bara ekki heima í siðuðu samfélagi.
Gjaldeyrir má vera dýr, eins og hann er, en eftirlit. Það er ekki í lagi. Fjárglæframenn eiga að fá sína refsingu, en eftirlit kemur bara niður á venjulegasta fólkinu. Það er alltaf svoleiðis.
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.5.2011 kl. 01:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.