Föstudagur, 6. maí 2011
Leynifundir um evru-kreppuna
BBC staðfestir að fundur æðstu ráðamanna fjármála þeirra evrulanda sem standa sterkast, Þýskalands, Frakklands, Finnlands og Hollands var haldinn í kvöld til að ræða mögulega útgöngu Grikkja úr evru-samstarfinu.
Þýska tímaritið Der Spiegel birti frétt um að Grikkir könnuðu útleið úr evru-samstarfinu enda hindrar samstarfið hefðbundin úrræði.
Grikkland er í reynd gjaldþrota en vegna nauðungarsamninga við Evrópusambandið fær landið ekki tækifæri að lýsa sig gjaldþrota og lækka gengið til að bæta samkeppnisstöðu sína. Evru-ríkin með Þýskaland í fararbroddi hönnuðu neyðaráætlun fyrir Grikki sem framlengir kreppuástandið til lengri tíma.
Grikkir undirbúa uppreisn gegn forræði Berlínar og Írar gætu komið í humátt á eftir.
Segja engan neyðarfund um evruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, það er óformlegur fundur í Lux - og þá hlýtur það að vera leynifundur. Sem Greece var líka reyndar á og er það ,,staðfest" ma. af Greece sjálfu.
Nú, þar sem um var að ræða ,,leynifund" þá var auglóslega um að ræða að Greece væri að hætta með evru - og bæta þar með á vandræð sýn.
þetta kallar maður blaðamennsku.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.5.2011 kl. 00:50
Heill og sæll Páll; líka sem og - aðrir gestir, þínir !
Ómar minn Bjarki !
Farðu ekki í kerfi; ágæti drengur. Mundu; að Þriðja ríki Adólfs Hitler, náði ekki, nema um 12 ára aldri (1933 - 1945).
Má ekki; Fjórða ríkið - ykkar Barrosó´s, suður á Brusel völlum við una, úr því sem komið er, í mesta forsjárhyggju- og skrifræðis bákni sögunnar (Sovétríkin; meðtalin), og geyspa golunni, í kyrrþey, ágæti drengur ?
Verður bara auðveldari; yfirtaka : Kínverja - Kazakha - Rússa - Mongóla, sem annarra þróttmikilla Asíu þjóða, á þessum útnára, hér í vestri, á næst u árum og áratugum.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 01:18
Þér færi líklega betur Ómar að segja Griechenland á Brusselmálinu þýska, eða kanski bara á franskari máta, frekar en að sletta á engilsaxnesku þegar talað er um Grikkland. Bretar eru ekki alltaf þeir vinsælustu þar á bæ.
Það er að segja ef það stemmir að ást þín á Brusselvaldinu hafi alveg rænt þig ráði og rænu, en það hefur orðið vart slíkra einkenna hjá þér upp á síðkastið.
jonasgeir (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 08:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.