Kosningasamningar tilbúnir

Kjarasamningarnir er verða undirskrifaðir eftir fáeinar mínútur verða helsta kosningamál Samfylkingar og Vinstri grænna í þegar kosið verður til alþingis síðsumars eða í haust. Á eftir almennu samningunum koma ríkisstarfsmenn og fá sitt.

Efnahagspólitíkin, þar með talin fjárlög, eru samkvæmt forskrift Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og verður lítið rjátlað við þá forskrift í sumar og haust.

Ríkisstjórnarflokkarnir munu stilla málum upp þannig að kreppan sé búin, kauphækkunarferli sé hafið. Sjávarútvegsmál fá skammtímaafgreiðslu til að Samfylkingin geti flaggað þeim í kosningabaráttunni.

Kosningar eru handan við hornið.

 


mbl.is Skrifað undir klukkan sex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð greining og vonandi rétt.

Þjóðin lifir þessa ríkisstjórn ekki af mikið lengur.

Og vera kann að Samfylkingin telji tímabært að slíta þessari hörmulegu ríkisstjórn.

Sóknarfæri Samfylkingar eru amk betri en VG sem stefnir hraðbyri í fjóshauginn þar sem flokkurinn á heima.

Karl (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 20:25

2 identicon

Sæll.

Þessir samningar munu ekki skila fólki kaupmáttaraukningu. Ég reikna með að upp úr haustinu fari fyrirtæki að segja upp fólki og sennilega fyrr fer verðbólgan af stað með tilheyrandi hækkunum á lánum og minnkandi verslun og skattheimtu.

Það sem hvorki Gylfi né Vilhjálmur Icesave menn virðast skilja er að til að hægt sé að hækka laun verður að vera innistæða fyrir því. Hvernig ætlar ríkið að töfra fram peninga til að standa við sinn hluta samkomulagsins? Þarf ekki ríkið að borga 74 milljarða króna í vexti og afborganir í ár?

Helgi (IP-tala skráð) 7.5.2011 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband