Fimmtudagur, 5. maí 2011
Flatskjárkenningin um Hörpu
Björgólfur Guðmundsson sem keyrði Hafskip í gjaldþrot á síðustu öld og Landsbankann á þessari er höfundur flatskjárkenningarinnar. Í sjónvarpsviðtali eftir hrun sagði Björgólfur þjóðina samseka útrásarauðmönnum þar sem landsmenn hefðu nýtt sér sterkt gengi krónunnar til að bruðla s.s. með því að kaupa flatskjái.
Flatskjárkenningin var útvíkkuð í Icesave-umræðunni þar sem Íslendingar voru sakaðir um að njóta útrásarauðsins en neita að borga reikninginn. Egill Helgason gefur undir fótinn nýju stefi við flatskjárkenninguna með því að útlendingar hafi fjármagnað tónlistarhúsið Hörpuna.
Útgáfur flatskjárkenningarinnar eru réttar í viðlíka hlutfalli og staðhæfing um að malbikunardeild Reykjavíkurborgar beri ábyrgð á umferðarslysum á götum borgarinnar eða að bruggarar hjá Ölgerðinni eigi sök á alkahólisma.
Auðmennirnir og meðhlauparar þeirra í stjónrmálum, fjölmiðlum, almannatengslum, lögfræðistofum og meðal endurskoðenda bera ábyrgð á hruninu. Þjóðin ber ekki ábyrgð.
Athugasemdir
æi palli hættu nú þessari auðmanna nostaglíu sem hálf þjóðin er með - hvurn anskotan ætlar þú að gera ef þú vinnur í happadrætti - læðast með veggjum sjálfur? nenni ekki að hlusta á meira auðmaður þetta, auðmaður hitt, snoppa niður eða upp. Þetta er allt fólk - bara misheppið og sumor taka áhættur og aðrir ekki. Og hvað með það? Þeir sem taka aldrei áhættu verða aldrei auðmenn og það er þeirra val og fínt mál - en þeir sem taka áhættu geta átt það á hættuni að verða auðmenn og úthrak í þjóðfélaginu í dag. Svona óvart þá gætu þessir sömu skapað grunnin í hagvextinum sem fólkið á ríkispenanum fær launaseðilinn sinn um hver mánaðaðarmót frá. Eða hvað? Skiptir ekki frekar máli hvernig þetta blessaða fólk notar peningana sína - tölum frekar um það en að brennimerkja alla með dauðastimpli. Nenni ekki að hlusta á meira rugla af því tagi og þú ættir að sjá sóma þinn í að byrja að tala eina og maður á þessum nótum. Þetta er orðið svona svipuð árátta í hina áttina og dýrkun á auðmönnum fyrir hrun. Er ekki hinn gullni meðalvegur bestur?
SpilumBingoSaman (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 14:56
Lastu greinina "spilum bingo" ? Þér tekst að skjóta svo kyrfilega framhjá efni hennar að maður hefði haldið að þú hafir kommenterað a vilaust blogg.
Já, Páll, nú eru þeir týndir til aumingja bankarnir í Japan og Deutche bank, sem töpuðu svo rosalaega á að lána botlaust inn í Ponsi skímin. Nú verður litið á hitt og þetta sem gjöf frá þeim í stað þess að benda á að þeir voru athugasemdalaust að lána inn í fallinn rekstur í gersamlega ósjálfbæru ferli. Það væri kannski nær að færa þá til ábyrgðar fyrir glannaskapinn, því án þeirra glórulausu "hjálpar" hefði ekkert hrun orðið hér.
Það að þeir afskrifi eitthvað af þessu er þó einhver viðleitni til ábyrgðar, en snillar eins og Egill sjá ekki stóru myndina þegar það ekki hentar. Þetta er það sem menn kalla spuna Egill, ef þú lest þetta. Nú á að keyra á að gera okkur ræflana samseka og koma inn collektívri sektartilfinningu svo við verðum nú auðmjúkari í gripavögnum ESB, er tímar koma.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.