Fimmtudagur, 5. maí 2011
Sannir Íslendingar og ósannir
Sannir Finnar er stjórnmálaflokkur sem vann kosningasigur út á andstöðu við yfirtöku Evrópusambandsins á fullveldi aðildarríkja. Jónas Kristjánsson segir Sanna Finna haldna útlendingafóbíu og þannig sé háttað í all nokkrum ríkjum að um fimmtungur kjósenda styðja álíka flokka.
Jónas spyr hvenær sé að vænta flokks Sannra Íslendinga. Líklega verður þess langt að bíða. Andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu er víðtæk í öllum stjórnmálaflokkum nema einum.
Nær væri að stofna flokkinn Ósannir Íslendingar, sem gæti gert sér vonir um 20 prósent fylgi, en það er einmitt kjörfylgi Samfylkingarinnar samkvæmt síðustu könnun.
Athugasemdir
Já, hvar er flokkur sannra Íslendinga? Voru ekki múslímar að fá lóðÐ
Halldór Jónsson, 5.5.2011 kl. 08:10
Þó múslimar fái hér lóð Halldór, er það hégómi miðað við að flækjast í net ESB.
Reyndar held ég að þetta sé misskilnigur hjá þér með lóðaúthlutunina, það var Rússneska réttrúnaðarkirkjan sem var að fá úthlutaðri lóð, en kannski er ekki svo mikill munur þar á.
Gunnar Heiðarsson, 5.5.2011 kl. 08:53
Vonandi verða margir flokkar stofnaðir fyrir næstu kosningar á öllu litrófinu frá hægri til vinstr. Það þarf að lýsa yfir algeru stríði gegn gömlu flokkunum sem miðast að því að útrýma þeim úr íslenskum stjórnmálum. Við verðum að losna við þetta lið það er lífsspursmál fyrir þjóðina. Horfið bara á alþingi í dag. Þetta er eins og vitlausraspítali.
Eyjólfur Hansson (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.