Miðvikudagur, 4. maí 2011
Samkeppni um vantraust í Jóhönnustjórn
Þrír þingmenn Vinstri grænna gengu á dyr þingflokksins enda treystu þeir hvorki forystu flokksins né ríkisstjórninni. Þráinn Bertelsson þingmaður Vinstri grænna vantreystir Jóni Bjarnasyni samflokksmanni sínum og ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs.
Jóhanna Sig. forsætisráðherra gaf reyndar út veiðileyfi á Jón Bjarnason með því að segja hann simpansa í viðtali við Eyjuna í gær.
Jóhönnusirkusinn verður góð skemmtan fram á sumar og þarf enginn að kvarta undan gúrkutíð.
Styður ekki Jón sem ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær losnar þjóðin við þetta óhæfa fólk?
Hvenær lýkur þessari martröð?
Hvenær lýkur þessari niðurlægingu stjórnmála, alþingis og þjóðar?
Rósa (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:44
Þetta er grískur harmleikur á íslensku.
jonasgeir (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:52
Er ekki frábært að til sé ráðherra sem streitist gegn ESB ferlinu?
Palli (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:47
JB streitist nú ekki meira gegn því ferli en svo að hann heldur ríkisstjórn sem hefur inngöngu í ESB sem megin markmið, gangandi með atkvæði sínu.
Baldur (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:56
Jón veit sem er að ef þessi ömurlega ríkisstjórn fer frá og Sjálfstæðisflokkurinn kemst að kjötkötlunum á ný, verður úti um alla endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu, rétt eins og Guðfríður Lilja telur að með þessari ömurlegu ríkisstjórn sé smá von um að náttúran fái forgang. Sjálfstæðisflokkurinn er svo rúin trausti að þessi ÖMURLEGA RÍKISSTJÓRN hefur fengið níu líf kattarins til að koma öllu á kaldan klaka því miður, vegna hræðslu við hvað mun taka við. Og að geta hangið í slíkum leik sýnir hve veruleika fyrrt þessi ríkisstjórn er.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.5.2011 kl. 00:08
Sagði Jóhanna það? Ég missi af öllu nú um stundir, getur verið að Jóhannu hugnist betur Górillan sem ber sér á brjóst og höslar fyrir þau bæði. Hún getur valið úr,forsæta stelpan.
Helga Kristjánsdóttir, 5.5.2011 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.