Miðvikudagur, 4. maí 2011
Jóhanna staðin að verki með krumluna í krukkunni
Jóhanna Sigurðardóttir vill fá vald til að leggja niður ráðuneyti og stofna ný eftir hentugleikum forsætisráðherra. Stjórnmálamaður sem hvæsir af illsku þegar dómur gengur honum í mót vill ótakmörkuð völd að skáka ráðherrum til og frá.
Jón Bjarnason landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra útskýrði í þingræðu í gær hvaða afleiðingar frumvarpið hefur - stóraukin völd til forsætisráðherra á kostnað alþingis.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins vekur athygli á alræðistilburðum Jóhönnu og fær þau svör að gagnrýni á forsætisráðherra er ekki boðleg í sölum alþingis.
Einmitt, Jóhanna.
Ekki boðlegt í sölum Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Íslendingar hafa kosið yfir sig marga hræðilega stjórnmálamenn.
Jóhanna Sigurðardóttir er sá versti.
Karl (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 16:27
Ekki skrýtið að karatarnir hafi talað mikið um alræðistilburði Davíðs!!
Valdasýki Jóhönnu er ekki í lagi. Hefur hún í nokkurt einasta skipti sýnt sig tilbúna til að minka völd sín?
jonasgeir (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 17:00
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði á Alþingi, að það væri ekki boðlegur málflutningur á Alþingi, að halda því fram að forsætisráðherra væri að taka sér alræðisvald með frumvarpi um Stjórnarráð Íslands, sem nú er til meðferðar.
?Ég tel að þingmaður sem heldur slíku fram verði að rökstyðja það," sagði Jóhanna. ?Hverslags bull er slíkur málflutningur, þetta er bara ekki boðlegt hérna í sölum Alþingis." Sagði Jóhanna að verið væri með frumvarpinu að styrkja stjórnsýsluna og skapa nauðsynlegan sveigjanleika.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/05/04/ekki_bodlegt_i_solum_althingis/
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 17:14
Sannleikurinn er sá að þetta frumvarp Jóhönnu er ekki boðlegt og Jóhanna ekki heldur. Frv. er til þess fallið að auka enn á foringjaræði í stjórnmálum, sem við þurfum ekki á að halda.
Verður Jón Bjarnason leiddur á höggstokkinn? Eða ber Þráinn Bertelsson kannski upp vantrauststillögu á alþingi til höfuð Jóni?
Spennandi tímar framundan á síðustu vikum þingsins.
Gústaf Níelsson, 4.5.2011 kl. 17:29
Frumvarpið og greinargerð:http://www.althingi.is/altext/139/s/1191.html
Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:22
Er eitthvað sem bendir til þess að vesalings konan gangi heil til skógar ... ???
..
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:29
Mikil óskapa "óheppni" var það hjá baðverði Baugsfélagsins og aftaníossa forsætisráðherra að "gleyma" að klippa/líma það sem málið snýst um, eða það sem Sigmundur Davíð sagði um þetta kostulega heimska frumvarp konu kindarinnar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 18:40
Þarf ekki að fara safna undirskriftum til að fá forsetann til að skjóta þessu máli (ef samþykkt á alþingi) til þjóðarinnar?
Palli (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:52
Hrafn, hefur þú hugsað út í hvað Jóhanna á við með "nauðsynlegum sveigjanleika"? Þ.e. afsal fullveldis. Nauðsynlegur hverjum spyr ég.
Jón Steinar Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 08:05
Það hefur verið lýðum ljóst síðan í apríl, 09 að þessi kona heldur sig alvald og er stórhættulegur stjórnmálamaður sem við verðum að víkja.
Elle_, 5.5.2011 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.