Miðvikudagur, 4. maí 2011
Reykjanesbær skuldar 395 prósent af tekjum
Eftirlitsnefnd sveitarfélaga miðar við að skuldir sem hlutfall af tekjum fari ekki yfir 150 prósent. Í Reykjanesbæ er hlutfallið 395 prósent, samkvæmt Víkurfréttum. Bæjarfulltrúi minnihlutans segir ástandið grafalvarlegt sem ekki er er ofmælt. Viðbrögð meirihlutans fara í sögubækurnar
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs sagði að reikningurinn væri 28 blaðsíður og það væru bæði jákvæðir þættir og neikvæðir í honum. Minnihlutinn benti auðvitað á það neikvæða en meirihlutinn á það jákvæða. Það væri vaninn í bæjarstjórn.
Ef það er orðið að vana í bæjarstjórn Reykjanesbæjar að keyra bæjarsjóð í þrot er ekkert meira um málið að segja. Reykjanesbær verður síþrotabærinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.