Þriðjudagur, 3. maí 2011
Svíar óttast inngrip ESB í launasamninga
Sérfræðinefn með aðild alþýðusambands Svíþjóðar, LO, kemst að þeirri niðurstöðu að nýorðnar breytingar á stofnsamþykktum Evrópusambandsins, svokallaður evru-plús sáttmáli, gefi Brussel heimild til að grípa inn í kjarasamninga aðildarríkja.
Í útgáfu sænska alþýðusambandsins kemur fram að aukin miðstýring frá Brussel vegna fjármálakreppnunnar gefi Evrópusambandinu víðtækar valdheimildir til að ráðskast með innanríkismál aðildarríkja s.s. með forskrift um hvernig kjarasamningar skuli gerðir og jafnvel krafist launalækkana.
Þjóðverjar leggja áherslu á aukna miðstýringu Brussel á ríkisfjármálum evru-ríkjanna til að ná tökum á fjármálakreppunni. Í krafti stærðar sinnar getur Þýskaland lagt línurnar.
Athugasemdir
Það væri kanski bara málið að kallar eins og Gylfi ASÍ formaður yrði óþarfur. ESB valdið kæmi í staðin.
Það er kanski ekki svo alslæmt þetta ESB eða hvað?? Veit Gylfi af þessu?
jonasgeir (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 17:01
Þarna er komin skýringin á því hvers vegna Gylfi Arnbjörnsson er svo æstur í að komast í ESB. Þá þarf hann ekki lengur að standa í kjarasamningum, hann fær bara ordrur frá Brussel og gengur frá málinu, væntanlega um launalækkanir.
Þá getur Gylfi bara haft það gott og hirt sín laun í friði!!
Ekkert karp eða vesen lengur!
Gunnar Heiðarsson, 4.5.2011 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.