Þriðjudagur, 3. maí 2011
Réttvísin, morð og viðskiptaglæpir
Morð er skýrleikaglæpur, það þarf lík til. Viðskiptaglæpir eru á hinn bóginn iðulega óskýrir. Verjendur Baugsliða náðu með nokkrum árangri að verjast réttvísinni á velmektardögum útrásarauðmanna með þeim rökum að hér væru á ferðinni djarfir kaupsýslumenn er stunduðu viðskipti réttu megin laganna.
Það sem gaf vörn Baugsmenna tiltrú í fyrstu umferð var að Jón Ásgeir og félagar virtust kunna að ganga á vatni, allt varð þeim að fjármunum. Auðmenn keyptu stjórnmálaflokka, fjölmiðla og aðra meðhlaupara til að manna klapplið útrásar.
Eftir hrun er myndin önnur. Viðskiptalík liggja eins og hráviði um víðan völl. Réttvísin stendur ekki undir nafni ef refsingum verður ekki úthlutað í samræmi við glæpina.
Vilja fá ákæru vísað frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Aftaka Osama e erkki beint skýr.
Gaman að sjá Björgólf Thor hnýta í Tryggva Þór. Ég trúi Bjögga ogTryggvi þór er kafbátur, sem ekki á að vera á alþingi Íslendinga. Hann er einn vafasamasti og sóðalegasti karakterinn í ófélegum hóp þó.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.5.2011 kl. 13:43
Hér er komið skýrt dæmi um það, sem Eva Joly var fyrir langa löngu búin að sjá fyrir, þetta lið mun tefja og þvælast fyrir réttvísinni alveg út í hið óendanlega !
Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 14:15
Getur einhver svarað þessu!!Hvaða laun ætli Tryggvi þór Herbertsson eftir að hann gerðist Baugspenni á Fréttablaðinu ? Er hann jafn rotinn og fólk segir um hann ?Ég hélt í fávisku minni að hann væri Sjálfstæðismaður.
Vilhjálmur Stefánsson, 3.5.2011 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.