Verkfallshótanir orðin tóm

Verkalýðsforystan fær ekki félagsmenn í verkfall við núverandi kringumstæður. Í þjóðfélaginu er engin stemning fyrir átökum sem lama útflutningsgreinarnar. Sameiginlegur hagur er þjóðarinnar að útflutningurinn skili gjaldeyristekjum sem er forsenda fyrir endurreisn.

Verkalýðsforysta og stjórnvöld sem efna til átaka á vinnumarkaði verða hrópuð niður. Heimilin sem bíða eftir launahækkunum til að vega upp á móti skattahækkunum vilja samninga en ekki verkföll.

Verkalýðsforystan er með svarta pétur á hendi í deilunni við Samtök atvinnurekenda vegna þess að sérlega óvinsæl stjórnvöld eru talin með verkalýðsforystuna í vasanum. 

Ríkisstjórnin og þá sérstaklega samfylkingarhluti stjórnarinnar er stærsti vandi yfirstandandi vinnudeilu.


mbl.is Hafa tvo sólarhringa til þess að forðast verkföll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband