Svik, hótanir og ofbeldi kaupa ekki frið

Ríkisstjórn sem biður um frið í samfélaginu verður að ganga á undan með góðu fordæmi. Jóhönnustjórnin fer fram með svikum og undirferli (ESB-málið frá a til ö),  og hótunum og ofbeldi (stjórnlagaþingið og sjávarútvegsmálin) getur ekki gert sér vonir um frið í samfélaginu.

Ríkisstjórnin er með eins atkvæðismeirihluta á þingi. Eini möguleikinn til að fyrsta vinstristjórn lýðveldisins lifi sumarið er að hún breyti um kúrs og temji sér hótstilltari pólitík.

Kannski eru orð Steingríms J. á alþingi í dag um mikilvægi friðar á vinnumarkaði til marks um áherslubreytingu í stjórnarráðinu. Það má alltaf vona.


mbl.is Mikilvægt að tryggja frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jóhönnustjórn hefur séð hið raunverulega vald,hún má sín einskis gegn því. Þess vegna breytir hún í allt að því blíðuhót,því Esbéið er í veði.

Helga Kristjánsdóttir, 2.5.2011 kl. 17:56

2 identicon

Þetta eru valdasjúklingar og öfgamenn.

Þeir láta sér ekki segjast og orð Steingríms eru ekki til marks um raunsæi og óvænta hógværð.

Þessi lýður metur stöðuna frá degi til dags og undirbýr nú næstu sókn gegn þeim Íslendingum sem þetta sjúka fólk hatast við.

Karl (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 18:59

3 Smámynd: Elle_

Stjórnin er kúgunarstjórn og ofbeldisstjórn miðað við allt að ofan og kúgunina ICESAVE. 

Elle_, 8.5.2011 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband