Vinstri frjálshyggja er hugmyndafræði ríkisstjórnarinnar

Landsbankinn, sem er ríkisbanki, ætlar að taka upp launahvetjandi kerfi þannig að bankastjórar fái 3-4 milljónir í mánaðarkaup. Ríkisstjórnin beitir lífeyrissjóðunum fyrir sér í braskvæðingu orkunnar með samningum um kaup í Magma. Ríkisstjórnin vill styðja braskvæðinguna með beinu framlagi til lífeyrissjóða.

Viðskiptafélagi ríkisstjórnarinnar, einkum samfylkingarhluta, er Björgólfur Thor Björgólfsson áður aðaleigandi Landsbankans. Björgólfur Thor fékk lög samþykkt alþingi fyrir gagnaver. Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Vilhjálmur Þorsteinsson, fjárfestir með Björgólfi. Í skjóli ríkisbankans heldur annar hrunmaður, Jón Ásgeir Jóhannesson, tökum á fjölmiðlaveldinu 365 miðlar.

Vinstri frjálshyggja sameinar forræðishyggju ríkisvaldsins og græðgi auðvaldsins. 

(Þakkir til Hans Haraldssonar fyrir að vekja athygli á hugtakinu).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband