Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Skipuleg leit að heiðarleika
Jenný Stefanía Jensdóttir skrifar hugvekju um íslenskt viðskiptalíf í framhaldi af fréttum af könnun Viðskiptablaðsins er sýndi lélegt siðferði. Greining og ábendingar Jennýar Stefaníu eru þarfar. Í framhaldi má íhuga að hefja skipulega leit að heiðarlegu fólki með reynslu af viðskiptum og fá það aftur til starfa hjá atvinnulífi sem er meira og minna á framfæri bankanna.
Í röðum ellilífeyrisþega er víða drjúgt starfsþrek sem hægt væri að virkja, þó ekki nema í hlutastarf. Þá eru margir sem búa að reynslu af viðskiptum en hafa horfið til annarra starfa.
Einhvers staðar verður að byrja.
Athugasemdir
Hvaða svartagallsraus er þetta? Á nú að fara að ryðja elliheimilin? Er þetta ekki bara gamla sagan um bjálkann og flísina. Prósentan segir að sumir þeirra sem eru að ásaka aðra um spillingu eru ásakaðir um það sama af kollegum.
Það eina sem þarf er að menn líti í eigin barm og lagi það sem þar hefur farið úrskeiðis. Tiltekt byrjar heima.
Ragnhildur Kolka, 28.4.2011 kl. 19:09
Vandamálið er Ragnhildur, að tal um heilindi, heiðarleika og siðferði hefur aldrei þótt töff né sexý. Um þannig þenkjandi fólk heyrist ; æ nei ekki hún/hann, hún/hann er alltaf að "rausa" um rétt og rangt. Þetta kallast stundum að vera í leiðinlega liðinu!
En þakka þér Páll fyrir heiðurinn.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.4.2011 kl. 19:59
Einnig vantar heiðalega blaðamenn, sem ástunda heiðarlegan málflutning
Jonas kr (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 22:09
Sæll.
Ég held einmitt að lágt siðferðisstig sé eitt aðalvandamál okkar Íslendinga. Hvernig stendur á því að bankarnir gátu bara lengi vel ekki hugsað sér að láta aðra en Baugsmenn koma að sínum gömlu fyrirtækjum? Eru engir aðrir til á Íslandi sem kunna að reka fyrirtæki? Af hverju var Ólafur Ó. látinn aftur fá Samskip? Hvað er búið að afskrifa mikið hjá Baugsmönnum?
Hér þurfa bankamenn að líta í eigin barm og þar þarf að fá fólk inn sem er ekki vant útrásarhugsunarhættinum. Nú sjáum við að Landsbankinn ætlar að koma upp bónuskerfi. Sami banki er einnig búinn að fá inn þekktan samráðsmann. Af hverju eiga bónusar (og það hrikalegir á köflum) nær eingöngu heima í bankakerfinu? Af hverju er hægt að græða miklu meira á því að telja peninga en að búa til einhver verðmæti?
Eru engin takmörk fyrir því hve oft menn hér geta sett fyrirtæki í þrot? Hvernig er farið með svoleiðis mannskap í t.d. Evrópu og N-Ameríku? Fá þeir endalaust nýja kennitölu þar? Slíkir aðilar valda öðrum miklu tjóni með hegðun sinni eins og margir kannski vita. Þarf ekki að koma í veg fyrir að slíkir aðilar leiki sama leikinn trekk í trekk? Þar bera bankarnir ábyrgð ásamt fleiri.
Helgi (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.