Fimmtudagur, 28. apríl 2011
Gjaldþrot siðferðilegt og fjárhagslegt
Um 70 prósent stjórnenda stærstu fyrirtækja landsins telja siðferði í íslensku viðskiptalífi slæmt, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Fréttir af fjöldagjaldþroti fyrirtækja og raðstofnun nýrra hlutafélaga staðfestir að íslenskur fyrirtækjarekstur er í senn siðlaus og fákunnandi.
Einfalt svar gæti verið stórfelldur ríkisrekstur í stað siðlauss einkarekstrar. Ókosturinn við þá hugmynd er að siðlausu stjórnendurnir myndu líklega fylgja með rekstrinum og starfa í skjóli ríkisins á kostað almennings.
Í stað þess að efna til ríkisreksturs ætti verkefni hin opinbera að vera tvíþætt. Í fyrsta lagi að hindra með öllum ráðum fákeppni í krafti stærðar og búa þannig um hnútana að almannavaldið geti brotið upp fyrirtæki sem verða of stór. Í öðru lagi að tryggja gegnsæi þar sem fyrirtækjum er skylt að upplýsa um eigendur sína án feluleikja með eignarhaldsfélög sem notuð eru til að dylja eignatengsl.
Endurmenntun viðskiptalífsins á Íslandi mun taka langan tíma.
208 fyrirtæki gjaldþrota í mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eitt sinn var ég að versla í BYKÓ og beið eftir afgreiðslu við kassann. Á undan mér var maður sem ég þekkti úr byggingareiranum. Úttektarkortinu hans var hafnað og ég hálf vorkenndi manninum, en það var ástæðulaust. Hann dróg upp úr vasa sínum kortaveski mikið og síðan hófst strauið í kortalesaranum þar til eitt kortið af mörgum virkaði og málið leystist. Allt voru þetta úttektarkort á hvert og eitt fyrirtækið. Engin furða á gjaldþrotum nú í þessu fyrirtækjamoði sem orðið var á árunum fyrir hrun.
Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 15:45
Aðal siðferðishrunið hefur orðið í bankakerfinu þar sem sama liðið situr sem fastast. Er það siðferðisbrestur að fá upp i kok að vinna bara fyrir bankann. Einhverja glæpasnúða sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera.
Sigurður Sigurðsson, 28.4.2011 kl. 23:29
Því miður eru nálega helmungur þeirra nú í beinni eða óbeinni eigu ríkisins og standa því í vegi fyrir samkeppni og nýsköpun.
Óskar Guðmundsson, 28.4.2011 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.