Miðvikudagur, 27. apríl 2011
Ríkisstjórnin skapar vantraust
Þjóðarskútan er án kjölfestu og hrekst fyrir veðri og vindum. Ríkisstjórnin sem ætti að hvetja til samstöðu kveikir elda ófriðar. Tortryggni gagnvart ríkisstjórninni veldur því að ekki er hægt að gera hér langtímasamninga á vinnumarkaði. Í ofanálag er stjórnin sjálfri sér sundurþykk og með tæpan meirihluta.
Ríkisstjórnin skapar tvöfalda óvissu. Stefnan í stórum og afgerandi málaflokki eins og sjávarútvegsmálum er á huldu annars vegar og hins vegar er fullkomlega óljóst hvort ríkisstjórnin lifi það af að framfylgja stefnu sinni ef og þegar niðurstaða fæst.
Rökrétt niðurstaða aðila vinnumarkaðarins er að gera samninga til 12-18 mánaða. Menn geta hnyklað vöðvana og haft mannalæti í frammi en verkföll verða ekki á Íslandi á næstunni.
Brýna verkfallsvopnið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.