Mánudagur, 25. apríl 2011
Jóhann Hauksson útvistar dómgreindinni til DV
Jóhann Hauksson starfar hjá DV en skrifar aukalega óhróður um andstæðinga ríkisstjórnarflokkanna. Jóhann gefur ekki upp hverjir greiða honum laun fyrir aukagetuna heldur vísar hann á yfirmenn sína hjá DV. Í vörn fyrir aukavinnuna skrifar Jóhann
Ef það samrýmist ekki störfum mínum sem blaðamaður að ég tjái skoðanir mínar opinberlega treysti ég því að yfirmenn mínir geri mér viðvart og komi athugasemdum á framfæri. Það hafa þeir ekki gert.
Útvistun á dómgreind til stjórnenda DV er ekki traustvekjandi.
Arnþrúður Karlsdóttir afhjúpaði Jóhann sem sögusmettu Baugs á Útvarpi Sögu. Næst á dagskrá er að Reynir Trausta fletti ofan af Jóhanni Haukssyni í aukavinnu hjá stjórnarráðínu.
Athugasemdir
"Páll Vilhjálmsson starfar hjá Heimssýn en skrifar aukalega óhróður um stuðningsmenn ríkisstjórnarflokkanna."
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 10:40
Það er dálítið í tísku að velta fyrir sér eðli vændisstarfssemi nú um stundir.
Og svo sem ekkert óeðlilegt við að líkja starfi Jóhanns við slíkan bísniss.
Þegar Lilja veltir fyrir sér hvor umræddur Jóhann þiggi laun frá fjármálaráðherra er líklega eitthvað til í því og kæmi ekki á óvart.
Skítaflugur leita oft í skítahaugana ef halda ætti áfram samlíkingunum.
jonasgeir (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 10:43
Jóhann getur verið skemmtilegur og snarpur penni en baklanda hans er alveg út úr öllu korti eins og hann sýnir reglulega þegar hann sleikir sig upp glæpalýð með óforskömmuðum skrifum
Halldór (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 11:38
Það er athyglisvert að Jóhann segist treysta dómgreind Reynis Traustasonar hvað þetta varðar.
Haltur leiðir blindan.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 11:41
Verð að játa að mér finnst lélegt að blaðamaður ráðist svona á annan blaðamann...
Eysteinn Þór Kristinsson, 25.4.2011 kl. 12:01
Eysteinn styður greinilega hið gamla fjölmiðlaþögguarkerfi þar sem gagnrýni var látin lönd og leið á meðan allt sigldi beint til helvítis. Páll mælir heill þótt hann lemji með pennanum
Halldór (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 13:17
Athyglisvert að blaðamaður megi ekki segja sitt álit á spilltum blaðamanni. Áttu blaðamenn samkvæmt þessu ekki að fjalla um ritstjóra DV þá Reyni Traustason og sonar(ó)myndina þegar þeir reyndu að ærumyrða ungan blaðamann á sínum tíma?
Hvað með Jóhann sjálfan þegar hann hélt uppi raðlygum um fréttastjóra og kollega sína fréttamenn RÚV, þegar hann spann upp farsann um að stofnunin ásamt embætti ríkislögreglustjóra hefðu átt að hafa mætt með hersveit lögreglu til að handtaka Jón Ásgeir Jóhannesson á sínum tíma? Jóhann lagði aldrei neitt fram máli sínu til stuðnings og engin þeirra fleiri hundruð aðila sem hefðu óhjákvæmlega orðið vitni að atburðinum hafa nokkru sinnum stigið fram til að staðfesta spuna Jóhanns Baugssonar og Jóns Ásgeirs. Bæði RÚV og ríkislögreglustjóraembættið hafa sagt þetta tómar lygar spunasveitar Baugs.
Ekki má gleyma endalausu árásum blaðamanna og ritsjóra DV og þá Jóhanns á Agnesi Bragadóttur í gegnum tíðina, og hvað þá ritsjórann Davíð Oddsson.
En auðvitað leyfist ekki að svara þeim í svipaðri mynt þegar þeir ganga of langt í því sem er nefnt á útlenskunni "Liars for hire!" Þar fer Jóhann Baugsson fremstur í flokki kollega.
Nákvæmlega eins og Samfylkingin hans, þá mun Jóhann sjálfur vera kenndur við Baug um alla framtíð.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 13:29
Páll Vilhjálmsson gerir bara það sem hann kann best, segja lygi um fólk og málefni !!!
Páll Vilhjálmsson ætti að segja okkur frá hagsmunum sínum með kvótaeigendum og eigendafélagi bænda ???
JR (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 14:07
JR. Hverju veldur að hversu oft og af hversu mörgum þú ert beðin um að benda á einhverjar lygar í skrifum Páls, að þú ert ekki maður til þess, en í stað ræflast á að spamma sama innlegginu...??
Er hér komið hið vanstillta Bessastaðaundur Jóhann Baugsson undir dulnefninu...???
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 14:39
,,Guðmundur 2. Guðmundsson" sérstakur talsmaður Valhallar skrifar hér að framan.
Ef þú segir sömu lygina nógu oft , þá er það sannleikur að mati Valhallar !
Ef þú vogar þér að reyna segja frá svona lygi, þá skaltu hafa verra af !
Hver kannast ekki við þessi orð , sem koma frá Valhöll ???
Páll Vilhjálmsson er farin að fá hjálp vina sinna í Valhöll !
JR (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 15:25
Er JR Jóhann sjálfur, eða kanski bara einhver óbreyttur liðsmaður Samfylkingar-Baugskórsins?
Steinarr Kr. , 25.4.2011 kl. 15:46
JR. Og hverjar eru nákvæmlega lygarnar sem þvælast fyrir þér? Í fyrsta lagi hef ég aldrei dregið taum Valhallarmanna og hvað þá Sjálfstæðisflokksin sem að mínu mati er handónýtur undir stjórn núverandi stjórnar og formennsku sem og þeirri áður. Segir allt um eymd vinstri manna og flokka að Sjallar eru komnir í þessa yfirburðarstöðu fyrir nákvæmlega að gera ekki neitt.
Sama get ég fullyrt um Pál, sem hefur verið ósínkur við að hrauna yfir þá, og er handviss um að hann er ekki ofarlega á vinsældarlista þeirra. Svo ekki stendur steinn við steini hvað sjalla kenninguna þína hvað hann varðar að minnsta kosti. Endilega koma með dæmi. Hann var formaður hverfissamtaka Samfylkingarinnar þar til að Baugur tók flokkinn yfir, sem og kaus hann að hans sögn Vinstri - græna og ef mér skjátlast ekki verið ágætlega virkur og virtur í starfsemi vinstri manna í gegnum áratugi.
Annaðhvort veistu þetta ekki vegna lesfötlunar eða villt ekki vita vegna pólitískrar fötlunar, svo að varla verður þér kápan úr þessum klæðum til að drulla yfir Pál eða þá auman mig, sem skipti nú ekki miklu máli í þessu samhengi.
En það væri afar fróðlegt að þú leggðir fram nákvæma útlistun með sönnunum þess að Páll stundi þessar lygar að þínu mati, því ég er ekki viss um að það gagnist neinum þessi síbylja (spam) af nákvæmlega sama innlegginu þínu, sem augsýnilega var upprunalega samið af Baugsfylkingunni og þá jafnvel af Jóhanni Baugssyni, í málefnalegu gjaldþroti þess auma flokks og Vinstri grænna dótturfélagsins.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 16:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.