Sunnudagur, 24. apríl 2011
Jóhann Hauksson á leynilaunum Steingríms J.?
Jóhann Hauksson ,,blaðamaður" var á launalista Baugs að tala upp málstað auðhringins í Útvarpi Sögu. Hlustendur vissu ekki betur en Jóhann talaði fyrir eigin reikning og útvarpsstöðvarinnar, en svo var ekki.
Á smettiskruddu sinni veltir Lilja Mósesdóttir þingmaður því fyrir sér hvort Jóhann Hauksson gæti verið launaður starfsmaður Steingríms Jóhanns fjármálaráðherra. Undanfarið er Jóhann óþreytandi að finna stórt og smátt neikvætt um þá þingmenn sem hafa yfirgefið þingflokk Vinstri grænna.
Jóhann sótti á sínum tíma um stöðu blaðafulltrúa hjá Steingrími J. í ráðuneytinu en fékk ekki að sögn. Augljóst er að Jóhann myndi nýtast Steingrími J. mun betur sem álitsgjafi að frussa úr sér óhróðri um pólitíska andstæðinga núverandi formanns Vinstri grænna.
Blaðamaður sem selur sig einu sinni á laun er eins og vændiskona hætt störfum. Vegna fyrri starfa kemur upp vandamál með trúverðugleikann þegar vændiskonan segist njóta kynlífs og blaðamaðurinn að hann segi satt.
Athugasemdir
Jóhann er ekki blaðamaður.
Hann er áróðursmaður ríkisstjórnar hinna spilltu og öfgafullu.
Langt er síðan hann kastaði hlutleysinu sem er mikilvægasti þáttur alvöru blaðamennsku.
Það er til vansa fyrir stéttina að Jóhann kalli sig blaðamann.
Karl (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 15:49
Últra hægrið frussar úr sér viðbjóðnum linnulaust......enda varla við öðru að búast frá þeirri hlið....að þú skulir kalla þig blaðamann er ekki bara broslegt, heldur stóralvarlegt mál. Skrif af þessu tagi, sem þú gerir þig sekan um hér, gera að engu þá fullyrðingu þína að kalla þig blaðamann. Enda er almennt litið á þig sem marklausan penna og einhvern allra leiðinlegasta bloggarann á landinu, sem fátt hefur til málanna að leggja, nema endalaust skítkast í áttina að þeim, sem ekki eru á sömu línunni og þú.
Að líkja Jóhanni við vændiskonu, fullyrða að hann sé á launum hjá Steingrími J. við að frussa út úr sér óhróðri um pólítíska andstæðinga ríkisstjórnarinnar, að hann sé á launalista hjá Baugi o.s.frv. eru vægast sagt ógeðfelldar aðdróttanir. En auðvitað bara nokkuð, sem maður er orðinn vanur úr þinni átt. Miðað við þín skrif hlýtur frekar sú spurning að vakna fyrir hverja þú gætir hugsanlega verið að skrifa!
Sjúklegg þráhyggja þín varðandi Baug er líka orðin alvarleg, ég held að þú ættir að leita þér læknis við þessu og reyna að átta þig á því að ekki er allt á Skerinu okkar þeim að kenna, þótt slæmir hafi verið.
Það er langt síðan trúverðugleiki þinn sem blaðamanns hvarf og það er sennilega af masókískum hvötum, sem maður leggur það á sig að lesa ógeðspistlana eftir þig og þá hina, sem eru af sama meiði og þú, svo sem Jón Val. Enda ekkert nema rætin ræsisskrif um þá, sem ekki eru ykkur sammála. Og þá eru stóru orðin ekki spöruð. Í meira lagi dapurlegt svo ekki sé meira sagt.
Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 16:25
Heill og sæll Páll; líka sem og - aðrir þinna, gesta !
Jón Kristjánsson !
Hefir Páll; nokkru skrökvað, í sínum skrifum ?
Ég hygg; að þú mættir alveg, komast upp úr aumkunarverðum hjólförum fylgisspektarinnar, við þau Jóhönnu og Steingrím, ágæti drengur.
Manstu; alla svardaga þeirra, þegar þau tóku við, af þeim Geir H. Haarde, og Ingibjörgu S. Gísladóttur, Jón minn ?
Við hvað; hafa þessi dauðyfli staðið, í þágu lands og lýðs og fénaðar alls, til þessa ?
Væntir þú; einhverra breytinga, á dekur rófu hætti þeirra, í þágu Banka og viðskipta svindlara, Jón minn, úr þessu ?
Öngvir; neyða þig, fremur en aðra, til að hemsækja þessa ágætu síðu Páls, svo ég viti til, Jón Kristjánsson.
Haltu þig til hlés; þolir þú ekki - eða þorir ekki, að taka afstöðu, til skrifa Páls, Jón minn.
Það er; hið eina, sem ég get ráðlagt þér, að svo komnu, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 16:48
Jón Kristjánsson, hinn bráðskemmtilegi talsmaður Jóhanns Haukssonar (sami maðurinn?) reynir að þrýfa upp eftir kallinn eftir að forsetinn afhjúpaði hann sem hinn eina og sanna Bessastaðafíflið fyrir skemmstu. Eins og vaninn er þegar vinstri vitar eru annars vegar, þá kannast þeir ekki við sögun frá því rétt áðan. Jón Baugsson eins og hann er jafnan nefndur, er og hefur aldrei verið launaður Baugslúður vill Jón K. (Jóhann H?) meina. Það var og. Satt að segja hélt ég að hann hefði viðurkennt að hafa haldið út í einhver ár sérstökum Baugs morgunútvarpsþætti sem Baugur borgði honum launin og leiguna fyrir tól og tæki og útsendingartíma, og hélt út ömurlegasta áróðri og lygaþvælu sem hefur verið borin á borð, um þennan "dáðasta" son þjóðarinnar Jón Ásgeir Jóhannesson og hans hyski. Útvarpsstjórinn hefur upplýst þetta á afar skýran hátt. Ekki minnist ég þess að Jóhann hafi beðið þjóðina afsökunar á ræfilsskapnum og hversu illilega Mammon náði á honum tökum.
Kenning Lilju Mósesdóttur er líklegast hárrétt að Jóhann er óopinber fjölmiðlafulltrúi Steingríms J. og stjórnvalda. "Liar for Hire" sem má útleggja sem "Lygari til leigu" er það starfsheiti sem Jóhann myndi bera með mun meiri prýði en kaldhæðinn titillinn "Blaðamaður ársins" fyrir það að ganga erinda Baugsmanna og núna Steingríms og stjórnvalda í Baugsmiðlum.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 17:40
Svona í ljós umræðunnar hér: er ekki merkilegt hvað sumir þingmenn eru allt í einu orðnir léttvægir fundnir, þingmenn sem eitt sinn voru bara með í liðinu, en nú þegar þeir hafa manndóm í sér til að hugsa sjálfstætt og standa við það sem þeir voru kosnir til, þá mega þeir liggja óbættir hjá garði; og það sem meira er; það er gefið út veiðileyfi á þá og ónefndir fjölmiðlar notaðir óspart til að meiða þá. Látum eitt dæmi duga: Ásmundur Einar Daðason átti fyrirtæki áður en hann sagði sig úr þingflokki VG, og vel lengi áður. Fljótlega eftir úrsögnina fer að bera á ?fréttum? um þetta tiltekna fyrirtæki. Getur það verið tilviljun?
Helgi (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 17:50
Það hefur komið fram áður í umræðum, að þessi Jón Kristjánsson, sjálfboðaliðinn í hreingerningum fyrir Masfylkinguna (nýyrði, mann ekki hver ýtti því úr vör fyrir nokkrum dögum), er EKKI hinn ágæti Jón Kristjánsson fiskifræðingur (fiski.blog.is), - bara svo að það sé ljóst!
Það hlýtur að vera undarlegt fólk, sem tekur mikið mark á Jóhanni Haukssyni blaðamanni. Einu sinni var þetta vænsti strákur, en þið vitið, að það fer oft illa fyrir hugbúnaði járnbrautarlesta, ef þær fara illilega út af sporinu.
Jón Valur Jensson, 24.4.2011 kl. 20:49
Mér finnst þessi monolog, segja allt um hverslags idíót þessi maður er.
Jón Steinar Ragnarsson, 24.4.2011 kl. 21:47
Þessi skrif öll finnst mér upplýsa, án þess að fleiri orða sé þörf, hverskonar ?idótar? skrifa hér, svo notað sé orðalag Jóns Steinars Ragnarssonar hér næst fyrir ofan.
Helgi Jóhann Hauksson, 24.4.2011 kl. 22:51
Ég tek undir með Óskari Helga Helgasyni hér fyrir ofan.
Þórólfur Ingvarsson, 24.4.2011 kl. 23:05
Þetta segir kannski allt sem segja þarf um stöðu pólitíkur og blaðamennsku á Íslandi.....!
Ómar Bjarki Smárason, 24.4.2011 kl. 23:06
Sammála að Jóhann sé ekki blaðamaður heldur geðvondur pendúll sem sveiflast ört og stundum kjánalega. Það er stéttarníð að kalla hann blaðamann
Gylfi (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 00:17
Komið þið sælir; að nýju !
Um leið; og ég vil þakka Þórólfi Ingvarssyni, fyrir góðar undirtektir, við minni málafylgju, vil ég spyrja þann ágæta dreng;; Helga Jóhann Hauksson ljósmynda Jöfur og fjölfræðing, hvað hann vilji upp á dekk; yfirleitt, með sínum FLOKKS lituðu gleraugum ?
Eða; er það idíótaháttur (fábjánaskpur), að segja frá ísköldum veruleik anum - eins og hann blasir við; hverjum þeim, sem skynfærin hafa í lagi, almennt, Helgi Jóhann ?
Með; ekki lakari kveðjum - en þeim öðrum, og fyrri /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 01:07
Hér er rætt um holdgerving allra verstu hvata sem fyrirfinnast í samfylkingunni. Hann er eins og róbót sem ver gagnrýnilaust hvaða fávitaskap og vitleysu sem þessi ríkisstjórn fremur, ræðst svo að hverju sem ógnað getur tilvist hennar eins og varðhundur og þess á milli lúðrar hann heilaþvottarmöntrur hennar um ESB og aðra fávisku.
Sem sagt heilalaus róbótískur sí-lúðrandi varðhundur.
...hann gæti í reynd flutt einleik um galdrakallinn í oz sem huglaus, heilalaus og hjartalaus maður sem vill þramma hinn gula veg til galdramannsins í oz, sem reynist svo ekkert nema reykur og brellur.
Steindór (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 06:23
Þakka þér Óskar Helgi, en eins og ég segi í athugasemd minni er ekki fleiri orða þörf til rökstuðnings skoðun minni um það sem er að ofan en þeirra sem menn leggja hér til sjálfir.
Um flokkslituð gleraugu er það að segja að Samfylkingin var ekki orðin margra vetra gömul þegar ég sagði mig formlega úr henni með yfirlýsingu um ólýðræðisleg vinnubrögð ISG, með stefnumótunarvinnu í lokuðum hópum og fleira (m.a. svokölluðum Framtíaðrhópum) sem bryti algerlega í bága við það sem Vilmundur heitinn Gylfason hefði helst áorkað með því að opna allt flokksstarf Alþýðuflokks - og fleira sem Vilmundur gerði sem í raun er í anda þess besta sem anarkistar hafa haft fram að færa. Ég hef aldrei aftur gengið í Samfylkinguna og aldrei gengt þar neinun trúnaðarstörfum af neinum toga, hvorki smáum né stórum.
Eftir sem áður er ég jafnaðarmaður, samfélagssinni, umhverfsissinni og Evrópusinni og styð alla sem framfylgja þeim stefnumálum sem ÉG ber fyrir brjósti. Þá hef ég fundið í fjórum stjórnmálaflokkum. Því má segja að ég styðji 4 flokka, enga í öllum málum en alla í mörgum málum.
- Flokkurinn ?minn? er ekki til.
Helgi Jóhann Hauksson, 25.4.2011 kl. 13:12
Komið þið sælir; sem fyrr !
Helgi Jóhann !
Þakka þér fyrir; skýrleika svör - sem frásögu alla, ágæti drengur.
Með beztu kveðjum; sem öðrum, áður /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 13:21
Helgi Jóhann Hauksson skrifar.:
Þakka góðar kveðjur brekkunnar, en segir hugur að í hans tveim innleggjum hefur hann hækkað giska vel "idíóta" stuðulinn, sem er jú eina einkunnin sem honum er örugglega hægt að gefa fyrir sín innlegg og skrif yfirleitt sem ég hef orðið var við, burtséð frá því að ég hef ekki haft neina nennu til að kynna mér þau til hlýtar.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.