Sunnudagur, 24. apríl 2011
Sparisjóðir, hagkvæmni og landsbyggðin
Sparisjóðir geta orðið hornsteinn að fjármálaþjónustu fyrir almenning og jafnframt verið bakhjarl fjármálaþjónustu á landsbyggðinni. Bankaþjónusta fer að stærstum hluta fram á netinu og hagkvæmni sparisjóðanna gæti m.a. falist í lægri rekstrarkostnaði á landsbyggðinni.
Í RÚV er frétt um að Bankasýslan vilji sameina sparisjóði til að veita samkeppni á bankamarkaði. Líklega er hugsun Bankasýslunnar að setja Byr yfir sparijóðina sem yrði dauðadómur fyrir sparisjóðina. Byr er braskbanki reistur á græðgisvæddum sparisjóðum í Kópavogi og Hafnarfirði og getur aldrei orðið hluti af endurreistu sparisjóðakerfi.
Þar fyrir utan er hæpið að leggja að jöfnu reglulega bankastarfsemi og sparisjóði. Hvort bankaþjónusta verði í höndum þriggja aðila eða fimm blasir fákeppni við. Nærtækara er að aðgreina sparisjóðastarsemi frá bankaþjónustu með því að sparisjóðir einbeiti sér að almannaþjónustu við launþega og smárekstur.
Almennt traust annars vegar og hins vegar aðskilnaður fjárfestingastarfsemi og sparisjóðaþjónustu er forsenda fyrir endurreisn sparisjóðakerfisins. Þeir sem skiluðu góði búi á landsbyggðinni eiga að njóta þess og þeim á að treysta fyrir forystu í málinu.
Athugasemdir
Heyr, Heyr.
Þetta er alveg rétt hjá þér. Ég hef verið viðskiptavinur sparisjóða í 20 ár og hef getað treyst þeim algjörlega. En því miður held ég að stóru bankarnir muni gera allt til að fá stjórnmálamenn til að koma litlu sparisjóðunum fyrir kattarnef. Einfaldlega af því að þeir stóru finna fyrir því að litlu sparisjóðirnir hafa traust, en það er svolítið sem þeir stóru hefa ekki og munu seint fá.
Larus (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 13:46
Það liggur í orðinu sparisjóður að sparnaðar er forenda tilvistar hans. Á ekkert skylt við samkeppni, útrás eða þjóðargjaldþrot. Engu að síður fóru flestir sparisjóðirnir þá leiðina.
Og nú á að hefja leikinn á ný.
Ragnhildur Kolka, 24.4.2011 kl. 13:54
Ekki færri en 8 sjálfstæða sparisjóði í landinu ÁN aðkomu stóru skrímslanna.
Björn (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.