Sunnudagur, 24. apríl 2011
Hrunkvöðull vill skapa atvinnu
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar vill skapa atvinnu handa Suðurnesjamönnum og fá til þess tilstyrk ríkisstjórnarinnar. Árni situr yfir gjaldþrota bæjarsjóði, braskvæddi HS-Orku og veðsetti eigur bæjarins í fasteignafélag þar sem hann hirti stjórnarformannslaun og gerði jafnframt gjaldþrota.
Hrunkvöðlar búa í ríkum mæli yfir eiginleikum siðleysingja að sjá aldrei sekt hjá sjálfum sér. Árni er gegnheill hrunkvöðull og verður aldrei endurreisnarmaður. Að Árni skuli sitja í stól bæjarstjóra eins og ekkert hafi í skorist er sambærilegt við að Jón Ásgeir Jóhannesson Baugsstjóri yrði stjórnarformaður í endureistum Íslandsbanka.
Til að nokkur von sé um endurreisn verða menn með ferlisskrá Árna Sigfússonar að víkja úr trúnaðarstöðum.
Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hugmyndirnar sem Árni Sigfússon er að keyra á eru ótrúlegar s.s. kappakstursbrautin, herflugvélarnar og atvinnusköpun með þeim sem settu landið á hausinn.
Þetta er furðulegt í ljósi þess að Suðurnesin eru steinsnar frá auðugustu fiskimiðum heims sem eru stórlega vannýtt.
Sigurjón Þórðarson, 24.4.2011 kl. 11:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.