Laugardagur, 23. apríl 2011
Baugsrök Þorsteins fyrir ESB-aðild
Þorsteinn Pálsson ritstýrði Fréttablaðinu í umboði Jóns Ásgeirs Jóhannessonar Baugsstjóra. Í stað þess að viðurkenna stöðu eins og hún blasti við alþjóð skrifaði Þorsteinn ítrekað að Jón Ásgeir væri ,,stærsti minnihlutaeigandinn" að Fréttablaðinu. Skjól Þorsteins var að beinn eignarhlutur Jóns Ásgeirs var um fjórðungur en félög á hans vegum áttu nærfellt allan afganginn.
Þorsteinn Pálsson notar baugsrök fyrir aðild Íslendinga að Evrópusambandinu þegar hann telur saman í hóp þá sem í einni skoðanakönnun hafa sagt vilja ljúka aðildarviðræðum og hina sem í annarri skoðanakönnun segjast vilja aðild að Evrópusambandinu.
Staðreyndin er að meirihluti Íslendinga er andvígur aðild landsins að Evrópusambandinu. Eftir því sem umræðan um aðild eykst harðnar andstaða landsmanna gegn aðild. Síðasta stóra könnun á viðhorfum fólks sýndi 50 prósent á móti, 20 prósent óákveðna og 30 prósent fylgjandi.
Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkuirnn sem vill aðild að Evrópusambandinu. Þar með er umsóknin dauð, eins og aðildarsinninn Jón Sigurðsson hefur manndóm í sér að viðurkenna.
Baugsrök Þorsteins eru ekki sæmandi fullorðnum manni.
Athugasemdir
Sæll.
Svo er nokkrir sem vilja halda viðræðum áfram og sjá hvaða samning við fáum. Það ágæta fólk áttar sig ekki á því að það er fyrirfram vitað hvaða samningur býðst okkur.
Það fólk mun án efa snúast gegn aðild þegar það sér samninginn.
Ég er orðinn hissa á Þorsteini P. Út úr honum stendur bara vitleysan og ég er löngu hættur að lesa pistlana hans.
Annars læðist að manni sá grunur að a.m.k. sumir í stjórnmálaelítunni vilji í ESB af persónulegum ástæðum þó þeir geri sér hugsanlega grein fyrir því að aðild sé þjóðinni ekki til hagsbóta. Ég trúi varla að enginn í Sf sjái gallana við ESB og evruna. Einhverja ESB sinna dreymir sjálfsagt um starf í Brussel með völd og himinhá laun. Þorsteinn P. hlýtur að geta gert tilkall til einhvers embættis í Brussel fyrir hönd Íslands fyrir stuðning sinn við aðild.
Helgi (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.