Frjálslyndi: Samtök atvinnulífsins gegn viðskiptafrelsi

Siv Friðleifsdóttir þingmaður skreytir með frjálslyndi, Samfylking i heild sinni telur sig afl frjálslyndis og svo eru þingmenn eins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Ríkharðsdóttir sem klæðast skikkju frjálslyndis.

Í vestrænum stjórnmálum er frjálslyndi iðulega skilgreint þannig að frjáls verslun er hornsteinn í efnahagspólitík frjálslyndra.

Skafti Harðarson bloggar um þingsáyktun um fríverslunarsamning við Bandaríkin. Samtök atvinnulífsins kolfalla á prófinu eins og blogg Skafta leiðir í ljós.

Hver ætli sé afstaða frjálslyndu þingmannanna til fríverslunar við Bandaríkin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íslendingar skilja ekki hugtakið frjálslyndi.

Frjálslyndi er enda ekki til á Íslandi.

Íslendingar vilja forræðishyggju, íhaldssemi og sem mest afskipti stjórnmála-og embættismanna af daglegu lífi fólks.

Íslendingar hatast við frelsi og framtak.

Karl (IP-tala skráð) 22.4.2011 kl. 14:52

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eru þær stöllur ekki að rugla saman frjálslyndi og léttlyndi?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.4.2011 kl. 22:26

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Að gefnu tilefni kallar það á opinberun lyndiseinkunnar þeirra.

Helga Kristjánsdóttir, 23.4.2011 kl. 05:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband