Miðvikudagur, 20. apríl 2011
Baráttan um sál Sjálfstæðisflokksins
Í Sjálfstæðisflokknum geisar stríð þar sem tekist er á um sál flokksins. Birtingarmynd stríðsins er með ýmsu móti. Benedikt Jóhannesson talsmaður ESB-aðildar Íslands skrifar í pistli að honum finnist Morgunblaðið ,,ógeðslegt" undir ritstjórn Davíðs Oddssonar.
Benedikt stendur nærri mönnum eins og Guðlaugi Þór Þórðarsyni fyrrum ráðherra, Ólafi Stephensen ritstjóra Fréttablaðsins, Þorsteini Pálssyni fyrrum formanni og bræðrunum Þór og Árna Sigfússonum. Þessi hópur sjálfstæðismanna kallar sig ,,frjálslynda" og var ráðandi í flokknum í tíð hrunstjórnar Geirs H. Haarde. Siðferðisþrek þessa hóps var mælt í útrásinni og reyndist léttvægt; úr félagsskapnum komu hrunkvöðlar í löngum bunum.
Andspænis hrunkvöðlafrjálslyndinu standa menn eins og Davíð Oddsson, Styrmir Gunnarsson, Björn Bjarnason, Óli Björn Kárason og fleiri. Sjálfstæðisstefna þessara manna er með rætur í millistéttinni og sígildri sjálsstæðisstefnu millistríðsáranna. Vantrú á stórrekstri, varkár ríkisfjármál og fullveldið eru þættir í heimssýn þessa hóps.
Samfylkingin vill gera sem mest úr áhrifum hrunkvöðlanna í Sjálfstæðisflokknum enda margt líkt með skyldum. Þegar Bjarni Benediktsson lagðist á sveif með ríkisstjórninni í Icesave-málinu var það talið til marks um að formaðurinn væri kominn á band hrunkvöðlanna frjálslyndu.
Í menningarstríðinu er hausatalning á fylgismönnum og andstæðingum. Jón Baldur L'Orange er virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins og bloggari. Jón Baldur stendur nærri millistéttarhópnum í Sjálfstæðisflokknum en tekur ekki blinda afstöðu. Jón Baldur tekur eftir því að Samfylkingar-Eyjan tekur bloggið hans iðulega upp á forsíðu þegar hann gagnrýnir máttarstólpa Sjálfstæðisflokksins.
Frjálslyndu hrunkvöðlarnir eru minnihlutahópur í Sjálfstæðisflokknum en eru með tök á forystu flokksins. Krafa almennra flokksmanna um hreinsun á trúnaðarmönnum sem gengu óvarlega fram í útrásinni, Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín eru þar dæmi, fengu ekki stuðning frá flokksforystunni.
Eftir afgerandi höfnun sjálfstæðismanna á Icesave er öllum ljóst að almenni flokksmaðurinn stendur með millistéttarhópnum í flokknum. N1-forystan verður að kveikja á fattaranum.
Athugasemdir
Góð greining á erfiðu vandamáli Páll
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 10:28
Atvinnu stjórnmálamenn tengja fram hjá þegar þeim hentar.
Helga Kristjánsdóttir, 20.4.2011 kl. 11:38
Uppgjafarlið Evrópusinna er augljóslega þessa dagana að viðurkenna algeran ósigur sinn fyrir Dabba og Mogganum og kenna þeim um ófarirnar 9. apríl.
Viðbrögðin yfir skrípamyndinni er gleggsta dæmið um málefnalegt gjaldþrot JÁ - manna, og barnaleg viðbrögð við tapinu, sem gerðu sér grein fyrir að með NEI - inu gáti þeir kysst rassinn á Evrópusambandsdrauminum endanlega bless.
Sting upp á að þeir fari í hópferð með honum heim í Brusselsæluríkið.
Vællinn í þessum Evrópusambands "loserum" er öllum NEI - liðum eins og fegursti englasöngur.
Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 12:51
Páll - Hilmar - Helga - Guðmundur 2. - Sameinuð stöndum vér ! - Gerum betur !
Benedikta E, 20.4.2011 kl. 13:19
Já þetta er fín greining hjá þér Páll.
ESB afturhaldsöflin og þeirra úrtölulið er á hröðum flótta og á útleið úr íslenskum stjórnmálum.
Þetta á ekki bara við um Sjálfstæðisflokkinn.
Sjáiði Framsóknarflokkinn sem hefur gerbreyst í harðan ESB andstöðuflokk og þar væla þeir líka þessir örfáu ESB aftanossar sem þar eru eins og Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður flokksins sem skrifaði nýlega grein í Frbl. eftir stóra BEIið við ICESAVE. Þar sem hann sagði að ESB mállið væri GJÖRTAPAÐ og best væri að hætta þessu umsóknarfeli sem fyrst því að þetta mál yrði svo gjörsamlega fellt ef þetta ferli héldi áfram allt til þjóðaratkvæðagreiðslu.
Jón óttast að þá verði málið keyrt svona áfaram og svo gjörfellt af þjóðinni að það eigi sér þá ekki viðreisnarvon í náinni framtíð.
ESB draumurinn verði úti til eilífðar og ESB sinnarnir og hann sjálfur og þeirra úrtölulið verði að kulnuðum steinum og klettadröngum í íslensku landslagi.
Slíkt náttúrundur myndi að sjálfsögðu aukið ferðamannastrauminn og væri viðbót við söguna, sjálfgstæðisbaráttuna hina síðari !
Gunnlaugur I. (IP-tala skráð) 20.4.2011 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.