Hálaunamenn lífeyrissjóða leita að spillingu

Hálaunamenn í lífeyrissjóðakerfinu fjárfestu á tímum útrásar í braski auðmanna. Hálaunamennirnir mökuðu krókinn persónulega með stjórnarsetum og margvíslegum fríðindum s.s. boðsferðum á fótboltaleiki í Englandi. Við hrunið sátu sjóðsfélagar lífeyrissjóðanna uppi með skertan lífeyri. Hálaunamennirnir leituðu að nýjum fjárfestingatækifærum enda enginn hreinsun farið fram á elítunni sem launamenn halda uppi.

Hálunamenn lífeyrssjóðanna veðja á brask með Magma og HS-Orku og hafa gert viljayfirlýsingu um að komast að í sukk með almannaeigur. Staðfastur spillingarvilji forkólfa lífeyrissjóðanna kemur fram í þessum orðum í yfirlýsingunni

Aðilar eru sammála um að verði af fjárfestingunni verði lífeyrissjóðunum tryggð rík minnihlutavernd með setu fulltrúa lífeyrissjóðanna í stjórn HS Orku og formlegri aðkomu að öllum meiriháttar ákvörðunum á vegum félagsins.

Orðalagið ,,rík minnihlutavernd" vísar til þess að orðspor Magma er slíkt að lífeyrissjóðirnir verða festa á blað að bitlingaskammturinn verði að lágmarki tveir fulltrúar. Lífeyrissjóðir vita ekkert og kunna ekkert um orkumál en verða að tryggja sér bitling.

Lífeyrissjóðakerfið starfar samkvæmt lögum. Ef staðfastur spillingarvilji hálaunagengisins í forystu sjóðanna heldur áfram að birtast almenningi með jafn ósvífnum hætti og í Magma-málinu verður að gera kröfu um nýjan lagaramma fyrir lífeyrissjóðina.

Það má til dæmis skipta lífeyrissjóðum upp í tvo flokka. Í A-deild eru þeir sem fjárfesta af varkárni og stunda ekki brask. Í B-deild væru sukksjóðir sem stunda viðskipti á gráu svæði. Launþegar fengju að velja á milli sjóða í A-deild og B-deild.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Leit forkólfanna að nýjum fjárfestingaleiðum er ástríða,eða hvað !'  Eða eingöngu trúmennska við  lífeyrisþega,að ávaxta sjóði þeirra svo um munar. Nei,þeir eru að sukka og verða ekki sviftir launum sínum,þótt lífeyrir sjóðsfélaga skerðist.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2011 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband