Mánudagur, 18. apríl 2011
Össur: kjósum um kvóta en ekki alþingi
Ríkisstjórnin vill fyrir hvern mun láta kjósa um hvaðeina annað en meirihluta sinn á alþingi. Í ljósi reynslunnar er Össur utanríkis kokhraustur að krefjast kosninga um fyrirkomulag fiskveiða. Ríkisstjórnin hefur tapað tvennum allsherjarkosningum, Icesave II og III, og fengið ógildar þriðju kosningarnar, um stjórnlagaþing.
Eðlilegast er að þjóðin gangi til þingkosninga og þar sem flokkarnir setja sér stefnu og bjóða kjósendum að velja.
Annars væri nógu áhugavert að fá þrjár tillögur að fiskveiðistjórnunarkerfi. Ein kæmi frá ríkisstjórninni og önnur frá LÍÚ og þriðja frá stjórnarandstöðunni.
Þjóðaratkvæði um kvótann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er klassískt úrræði valdníðinga í ógöngum.
Að sameina þjóðina gegn "óvini".
Því skal spáð að það muni takast.
Karl (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 10:03
Þið hafið bara um tvennt að velja Palli. Henda kvótakerfinu og taka upp Færeyska kerfið eða Evrópusambandið. Ef LÍÚ heldur áfram sinni Kamakaze taktík, þá er þetta tapað fyrirfram.
Geta menn haldið köldu höfði í gegnum það? Á frekar að sprengja allt í tætlur og rista sig á kvið að auki?
What's it gonna be?
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 10:25
Hjá útgerðinni snýst þett ekki um skilvirkara og betra fyrirkomulag, heldur beilát á 500 milljörðum. Út á það snýst þetta. Extortion. Það sjá allir.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 10:27
ég hef eina spurningu Páll - hvernig ætlar þú að aðgreina stjórnarandstöðuna,t.d. launþegasamtökin XD, frá LIU ?
arni (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:10
Páll innsti hringur LÍÚ hefur nú misst grímuna og sjáum við hvernig bakvið tjöldin hefur verið róið að því að halda hérna gangandi þessu fáránlega kvótakerfi sem stangast á við almenn mannréttindi.
Það á að sjálfsögðu að setja þetta deilumál í hendur þjóðarinnar sem kýs um annað tveggja kvótakerfi og hins vegar Sóknarmar annað er ekki boðlegt. Hverjir standa að baki inni á Alþingi þarf að koma fram í nafna kalli þá sést hverjir ganga erinda þjóðarinnar á þinginu og hverjir erinda LÍÚ.
Ég treysti KERLINGUNNI Í BRÚNNI til að gefa okkur aftur réttinn og arðinn af auðlindinni.
Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 11:31
Ólafur, "kerlingin í brúnni" er að þessu til að geta framselt það til Brussel, svo vertu ekki of ákafur með hana. Það er ekki langt síðan hún dásamaði fiskveiðistjórnunarkerfið og taldi okkur geta miðlað því til ESB. Slík væri hrifningin með fyrirkomulagið þar.
"Að færa þjóðinni auðlindirnar" er bara yfirdrep. Henni er fjandans sama hvernig formið verður á þessu. Hún vill bara ná þessu til sín og svo sér ESB um ráðstöfunina. Málin eru ekki eins svart hvít og mönnum sýnist. En sammála er ég þér um formbreytinguna. Hún er bara ekki það sem um er að ræða hér.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 11:43
Þakka þér Jón en "KERLINGIN Í BRÚNNI" er okkar eina von um að hér verði áfram Lýðræði. Ef innsta klíka LÍÚ nær að halda hér í Kvótakerfið þá er betra að við endum inní ESB heldur en að lúta því leiguliða fyrirkomulagi sem fyrir liggur með valdatöku Hrunaflanna sem ætla sér nú að láta hné fylgja kviði í valdabarátunni sem sýnilega á sér stað núna.
Innan ESB eru enn virt mannréttindi og Lýðræði í heiðri haft. Ef okkur ber ekki gæfa til að endurheimt hér aftur réttlæti og virðingu fyrir einstaklingnum skulum við bara ganga í ESB við höfum alla vegna sama rétt og þeir til að veiða nú höfum við engan.
Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.