Miðvikudagur, 13. apríl 2011
Vinstri grænir í minnihlutastjórn
Vinstri grænir gætu myndað minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks. Starfsstjórnin myndi leiða fjárlagavinnu í sumar og haust en kosið yrði í október. Vinstri grænir verða að standa saman til að geta axlað þess ábyrgð og Árni Þór er líklega að búa í haginn fyrir sáttum með afsögn sinni úr embætti þingflokksformanns.
Starfsstjórn Vinstri grænna skapar svigrúm til að stjórnmálaflokkarnir endurmeti stöðu sína og bjóði fram ígrundaða valkosti næsta haust.
Eðli málsins samkvæmt bryddar starfsstjórn ekki upp á nýjungum og dregur tilbaka klofningsmál, umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu til dæmis.
Árni Þór víkur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Braskarinn kann þetta.
Lætur þingflokksformannsstólinn fyrir líf ríkisstjórnarinnar.
Sérfræðingur í bankabréfabraski fer létt með þetta stöðumat.
Það sem færir honum meira er gott.
Karl (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:00
Árni þór lúmskur.
Vilhjálmur Stefánsson, 13.4.2011 kl. 14:21
En af hverju fékk ekki Guðfríður bara aftur gamla jobbið? Mér finst þetta allt saman líta út eins og VG sé ónýtur eftir samstarfið við Samfylkinguna.
Myglan hefur smitað út frá sér eins og vill gerast.
jonasgeir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:40
Eftir að hafa hlustað á Jóhönnu Sigurðardóttur í þinginu nú áðan geri ég mér í fyrsta skipti ljóst að hún gengur ekki heil til skógar svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
Rósa (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.