Vinstristjórnin, atvinnulífið og akademían í ruslflokk

Skuldatryggingarálag mælir trúverðugleika greiðanda. Þegar það lækkar er það merki um aukna tiltrú á greiðslugetu. Eftir að Ísland hafnaði Icesave-samningi lækkaði skuldatryggingarálag íslenska ríkisins.

Gagnályktun sem má draga af lækkandi skuldatryggingarálagi ríkissjóðs er að þeir sem helst vildu að Ísland tæki á sig ábyrgðir vegna þrotabús Landsbankans séu komnir í ruslflokk.

Trúverðugleiki ríkisstjórnarinnar, talsmanna atvinnulífsins og hagfræðinganna úr háskólaumhverfinu er í lágmarki eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave. Þessir aðilar munu ekki vísa veginn til framtíðar og gildir þar einu hvort ríkisstjórnin sitji fáeinum mánuðum lengur eða skemur.


mbl.is Álagið hið lægsta frá hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Samkvæmt gamalli hjátrú,kemur svartur blettur á tungu þeirra.            þeir gapa þá ekk meir upp í myndveri sjónvarps ,með ljóðnemann upp að vitum sér.

Helga Kristjánsdóttir, 13.4.2011 kl. 13:26

2 identicon

Sammála.

Það æpir á þjóðina hve "akademían" hefur verið treg við að gera upp við hlut sinn í alræði glæpalýðsins.

Það sama á raunar einnig við um fjölmiðlana.

Þessir aðilar neita að horfast í augu við eigin fortíð.

Og komast furðulega auðveldlega upp með það.

Karl (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:56

3 identicon

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's segir að lánshæfiseinkunn Íslands hafi verið sett á athugunarlista með neikvæðum horfum. Er þetta gert í kjölfar niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um Icesave-lögin á laugardag.

Ísland er með einkunnirnar BBB- og A-3 í erlendri mynt og BBB+ og A-2 í íslenskum krónum hjá S&P en með neikvæðum horfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að einkunnin verði á athugunarlista á meðan efnahagslegar, fjárlagslegar og pólitískar horfur fyrir Ísland séu metnar. Niðurstaða fáist eftir nokkrar vikur.

„Við sjáum að hugsanlega steðji aukin efnahagsleg hætta að Íslandi vegna þess að við teljum að Icesave-málið muni líklega koma til kasta EFTA dómstólsins. Við reiknum með að málsmeðferðin þar verði í eitt ár eða lengur. Dragist þessi deila á langinn kann það að veikja samband Íslands við önnur Evrópuríki, auka á fjármögnunarvanda landsins og draga úr möguleikum á efnahagsvexti. Einnig minnka líkur á að hægt verði að aflétta gjaldeyrishöftum," segir í tilkynningu fyrirtækisins.

Þá segir einnig, að einkunn Íslands miklar erlendar og opinberar skuldir landsins, sem kynnu að verða enn meiri ef gjaldeyrishöftin væru ekki til staðar, þrýsti á lánshæfiseinkun Íslands. En á móti komi, að hagkerfi Íslands sé sveigjanlegt og stofnanir landsins séu færar til að styðja varanlegan hagvöxt og stuðla að endurskipulagningu fjármálakerfisins.

Matsfyrirtækið Moody’s boðaði í febrúar, að lánshæfiseinkunn Íslands hjá fyrirtækinu kynni að lækka ef Íslendingum tækist ekki að leysa Icesave-deiluna við Breta og Hollendinga. Fram kom hjá Má Guðmundssyni, seðlabankastjóra, að Moody's muni ekki breyta lánshæfismati sínu á ríkissjóði fyrr en í fyrsta lagi eftir næstu helgi. Sendinefnd frá ríkisstjórninni og Seðlabanka Íslands hittir fulltrúa fyrirtækisins á fundi í Washington næsta sunnudag.

Matsfyrirtækið Fitch senti frá sér tilkynningu á mánudag þar sem sagði, að horfur fyrir lánshæfiseinkunn Íslands væru neikvæðar. Fitch skilgreinir íslensk ríkisskuldabréf í svonefndan ruslflokk en hjá S&P og Moody's eru skuldabréfin í neðsta þrepi svonefnds fjárfestingarflokks.

Tilkynning S&P

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:05

4 identicon

Líkur eru á að efnahagsáæhætta aukist á Íslandi í kjölfar þess að Icesave-samningar voru felldir í þjóðaratkvæðagreiðslu, að mati Standard & Poor's matsfyrirtækis. Fyrirtækið gaf út yfirlýsingu þess efnis í dag.

Samkvæmt tilkynningunni eru lánshæfiseinkunnir til athugunar og horfur neikvæðar. Segir að einkunnirnar verði á athugunarlista, svokallaðri CreditWatch, þar til S&P hafa metið efnahagslegar, fjárhagslegar og pólitískar afleiðingar þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

Á vef Seðlabanka Íslands segir:

„Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s setti í dag lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs á athugunarlista með neikvæðum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu er búist við að lánshæfiseinkunnin verði á athugunarlista næstu vikur og að tekin verði afstaða innan þess tíma. Núverandi lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs hjá S&P eru BBB- fyrir langtímaskuldbindingar í erlendri mynt og BBB fyrir langtímaskuldbindingar í innlendri mynt. Skammtímaeinkunnir ríkissjóðs eru A-3 í hvort tveggja erlendri og innlendri mynt. Allar lánshæfiseinkunnir eru með neikvæðum horfum.“

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:12

5 identicon

En samt lækkaði skuldatryggingarálagið um 10 % í dag.

Hrafn.  Þú ert bara ekki í lagi.  Farðu og láttu slétta úr flugfjöðrunum..

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:43

6 identicon

Ef menn lesa út úr pælingum matsfyrirtækjanna má sjá að ástæðan fyrir því að þeir kunna að setja okkur í ruslflokk er ef núverandi ríkisstjórn situr áfram þrátt fyrir að þjóðin hafi hafnað gerðum hennar í þrígang.

Johannj (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband