Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Pólitísk ást Sivjar og Össurar
Siv er annar af tveim þingmönnum Framsóknarflokksins sem styður aðild Íslands að Evrópusambandinu. Hún studdi Icesave. Í báðum málum fer Siv þvert á almenna flokksmenn Framsóknarflokksins og kjósenda flokksins.
Þegar Siv vill Framsóknarflokkinn inn í ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er hún að svara kalli Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra. Pólitískt bandalag þeirra tveggja hefur þróast á undanförnum misserum enda Össur handhafi framkvæmdavaldsins og úthlutar þar bitlingum.
Með ákalli um að Framsóknarflokkurinn leggist með dauðvona ríkisstjórn er Siv að stimpla sig úr íslenskri pólitík.
![]() |
Vill að Framsóknarflokkur fari í stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Svo virðist vera að Siv hafi "hlaupið" á sig þar sem að Framsóknarkonur hafa nú ályktað GEGN vinnubrögðum WC [áður VG] og ríkisstjórnarinnar í "meðhöldlun" þeirra á réttlæti.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:46
Siv stefnir að því að hætta á þingi eftir þetta kjörtímabil og það er búið að lofa henni "feitu" embætti í Brussel....! Það er því eðlilegt að hún vilji viðhalda óstjórn Jóhönnu og co. .... en svona eru nú hrossakaupin á Alþingi...!
Bjarni (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:55
tek hér undir mér Bjarna hér að ofan - tel að Siv sé að hugsa um eigið skinn
Jón Snæbjörnsson, 12.4.2011 kl. 08:57
Kjósum um ESB. Flokkarnir eru í tætlum hvað það varðar. Samfylkingin hefur þá sérstöðu að hún þykist vera í tætlum. Þykist skiptast í Blairista og jafnaðarmenn. Afstaðan til Icesave sýnir svo ekki verður um villst að Samfylkingin er 100% Blair. Kjósum um ESB. Fáum þessa hluti á hreint.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 08:58
Negrofilia.
Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 09:38
Henni er ekki vært lengur í Framsóknarflokknum, þei hafa ekki not fyrir hana þar lengur.Hún vill komast í Rauðvínið í Brussel seinna meir.
Vilhjálmur Stefánsson, 12.4.2011 kl. 09:48
Vitlausara hefur maður ekki lengi heyrt ! og spurnig hvert að Framsókn væri ekki betur kominn án þessa gáfnaljóss !
Ransý (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 10:01
Þetta er líkleg niðurstaða,
Öll athygli hefur beinst að mögulegum klofningi í VG.
Þá er öruggt að hann verður ekki.
Klofningurinn verður í flokknum sem lagt hefur í mesta hreinsunarstarfið.
Dæmigert!
Þetta mun gerast.
Karl (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 10:11
Framsóknarflokkurinn er á bullandi siglingu, mælist með hæsta skor í skoðanakönnun síðan fyrir aldamót. Hvað gerir þá Siv? Kemur með tvö vonlausustu útspil sem nokkur möguleiki var á fyrir Framsóknarflokkinn:
a) Bendla sig við slöppustu ríkisstjórn Íslandssögunnar.
b) Samþykkja Icesave ll og lll, sem hvort um sig var fellt með fáheyrðum yfirburðum.
Talandi um að vera rangur maður á röngum stað á röngum tíma?
Siv verður bara að sækja sér um starf eftir kosningar, sem verða fyrr en síðar eins og annað fólk, hún verður enginn kokkteilpinni í utanríkisþjónustunni í boði Össurar. Það eru of margir á undan Siv í goggunarröðinni hjá krötunum. Langi gangurinn á Hallveigarstígnum er fullur af krötum sem vantar að komast á jötuna.
joi (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 10:25
Svo er ástin meyju og manns
menn ei þekkja slíka
ef þú ferð til andskotans
ætla ég þangað líka.
Svo orti skáldið frá Svalbarði
hrafn (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 10:28
Sif hefur aldrei verið framsóknarmaður
Hún giftist inn í flokkinn.
Og nú er hún skilin.
Viggó Jörgensson, 12.4.2011 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.