Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Viðskiptamódel MP
Fáir mótmæla staðhæfingunni að íslenskur fjármálamarkaður er ofsetinn. Bankarnir eru of margir fyrir viðskiptin sem er að hafa. Þegar nýir eigendur kaupa sig inn í starfandi banka hlýtur að vera spurt hvað þeir sjái sem enginn annar fær séð.
Þegar fréttist að erlendir eigendur eru viðskiptafélagar Sigurðar Einarssonar fyrrum Kaupþingsstjóra og stjórnarformaðurinn kunnur vikapiltur auðmanns af ósvífnustu tegundinni verður spurnin að tortryggni.
Getur verið að viðskiptamódelið sé MPSE? Meiri Peningar handa Sigurði Einarssyni?
Engir óviljugir eigendur hjá MP | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Heyrðu, fáum einhvern fyrrverandi sendiherra til þess að vera stjórnarformann. Einhvern sem hefur ekki hundsvit á bankastarfssemi? Skúli Mogensen + Þorsteinn Pálsson = banki??!
Á svo ríkið að tryggja innistæður í þessum "banka! ????
Guðmundur Pétursson, 12.4.2011 kl. 09:25
Bankarnir eru ekki of margir. Það er gott að margir keppi um markaðinn. Þeir eru hins vegar of stórir, það má til sanns vegar færa.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 10:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.