Nýr meirihluti að myndast

Í samfélaginu er að myndast nýr pólitískur meirihluti sem svar við efnahagslegri lausung,  léttúð gagnvart fullveldinu og siðferðilegri lágkúru. Nýi meirihlutinn er Framsóknarflokkurinn mínus Siv og Guðmundur Steingrímsson, um það bil 70-80 prósent af Sjálfstæðisflokknum og góður þriðjungur af þingflokki Vinstri grænna.

Fullveldið, breiða millistéttin og varkárni í ríkisfjármálum eru þættir sem nýi meirihlutinn hverfist um.

Eftir því sem dauðastríð ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. dregst á langinn aukast líkurnar á nýir meirihlutinn finni farveg sinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ertu ekki sæmilega edrú Páll? Nýr þingmeirihluti snýst ekki um einstakar persónur innan stjórnmálaflokka. Kosningar þurfa að fara fram, að undangenginni smávægislegri hundahreinsun innan stjórnmálaflokkanna og niðurstaðan verður glimrandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

Eigum við að gefa ríkisstjórninni viku eða tvær? Dauðastríð hennar er hafið,slík eru viðbrögðin við Icesavelögunum. Og umræðan um fæðingarorlofsörlög Kartínar og Guðfríðar Lilju, er á slíku plani, að maður er gáttaður yfir hnignun Vg. 

Gústaf Níelsson, 11.4.2011 kl. 21:42

2 Smámynd: hilmar  jónsson

70% úr Sjálfstæðisflokknum ? Hverjir eru þeir ólánssömu af þeim 30 % sem ekki hljóta náð fyrir þínum heiðbláu hrunsaugum Páll ?

hilmar jónsson, 11.4.2011 kl. 21:46

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jú, takk Gústaf, ég er edrú en þakka þér fyrir að spyrja.

Ég var ekki að leggja drög að nýjum stjórnarmeirihluti á núverandi þingi heldur vísa til nýrrar meirihlutahugsunar í samfélaginu og um hvað sá meirihluti gæti gert málefnasamning um.

Þegar flokkarnir velja á framboðslista verður uppgjör sem gæti leitt til formlegs klofnings starfandi stjórnmálaflokka. Ef umræða hefur farið fram um hvaða ,,element" í stjórnmálum geta passað saman verður auðveldara að fá sæmilega heillegt stjórnmálakerfi eftir umbrotin. Og það viljum við báðir eins og aðrir þjóðernissinnaðir íhaldsmenn - ekki satt?

Páll Vilhjálmsson, 11.4.2011 kl. 21:50

4 identicon

Hvernig væri að pósta svona fjórfokksklámi á nóttunni, það getur hver sem er rekist á þetta á BloggGáttinni fyrir lögboðinn háttartíma og óvart lesið ...

sr (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:50

5 Smámynd: hilmar  jónsson

"Þjóðernissinnaðir íhaldsmenn"... Maður fær kaldann hroll niður bakið...

hilmar jónsson, 11.4.2011 kl. 21:53

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er ekki betra að halda svona sjálfsfróun fyrir sjálfan sig Palli minn.  Þótt skammtímaminni Íslendinga sé slæmt þá er langtímaminnið öllu skarpara. Það hefur enginn gleymt því hverjir standa á bak við flokkinn og hvert hlutverk hann hafði í niðurrifi og landsölu þeirri sem hefur sett okkur á þennan stað.

Framsókn er og verður kleptókrataflokkur og það er ekkert á leiðinni að breytast. Einhverstaðar þarna á bakvið gluggatjöldin hýrast Finnur Ingólfs, Alfreð og Halldór Ásgríms, toga í spotta og bíða færis. 

Hugsunin ein fær hárið á fólki til að rísa.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2011 kl. 22:30

7 identicon

Á þessi stjórnmálaflokkur að kallast "Undir græna torfu" vinnuheitið gæti verið "fljótlegasta leiðin til að komast aftur í torfkofana, þaðan sem við hefðum aldrei átt að fara"

Jonas kr (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 22:59

8 identicon

Gamli fjórflokkurinn er í dauðateygjunum. Þegar kvarnast úr fylkingum dreifast menn í ýmsar áttir. Formenn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna eru á undanhaldi, rúnir trausti. Það er bara tímaspursmál hvenær þeir kveðja. Sem er ekkert annað en hávær krafa um breytingar. Ef flokkarnir þráast við og ætla að berja félaga til hlýðni - sem allt eins er líklegt, því fjórflokkurinn kann ekki annað - þá rætist spá Páls hér að ofan.

Helgi (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 23:08

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Það er ólseigt í fjórflokkakerfinu eins og síðustu áratugir bera órækt vitni um. Það er óskhyggja að gera ráð fyrir að flokkar hverfi si svona og nýir birtist með nýrri áhöfn.

Breytingar verða engu að síður á mannskap og stefnumiðum en þetta tekur allt sinn tíma.

Páll Vilhjálmsson, 11.4.2011 kl. 23:33

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Persónulega vil ég frekar sjá fólk ganga úr þessum gömlu ónýtum stofnunum og í einhver af þeim fjölmörgu stjórnmálafélögum sem sprottið hafa upp úr grasrótinni undanfarin misseri. Það er um auðugan garð að gresja, og ýmsar stefnur sem fólk getur skoðað og mótað sér afstöðu til. Byggjum eitthvað nýtt í stað þess að vera of íhaldssöm á það gamla. Það eina sem við þurfum er gott fólk og á Íslandi er nóg af því.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband