Mánudagur, 11. apríl 2011
Jóhanna: sameinum þjóðina með ESB og fyrningu
Boðskapur forsætisráðherra eftir niðulægjandi ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslu er að þjóðin eigi að sameinast um aðildarumsókn Samfylkingarinnar að Evrópusambandinu og fyrningarleið sama flokks í sjávarútvegi. Hér er dýrðin á forsíðu Fréttablaðsins
hér innanlands stöndum við í þessum stóru verkefnum sem við vorum kosin til eins og breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu og ESB-ferlinu. Það er mjög mikilvægt að reyna að sameina þjóðina og fylkja henni að baki því sem þarf að gera til að endurreisa Ísland.
Landsbyggðin gerði uppreisn gegn fyrningarleiðinni og þjóðin er hatrömm á móti aðild að Evrópusambandinu. En Jóhanna Sig. ætlar að sameina okkur undir þessum formerkjum.
Jóhanna mín, þetta er ekki lengur fyndið.
Athugasemdir
Nú er Kerlingar ræfilinn orðin endalega elliær.
Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2011 kl. 08:55
Já, Páll nú er það sameining en ekki sundrung. Þjóðin á að sameinast um sundrungarleið Samfylkingarinnar.
Ragnhildur Kolka, 11.4.2011 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.