Tveir kostir: sumarkosningar eða minnihlutastjórn

Stjórnmálaelítan er í sjokki og jafnvel reyndir menn eins og Steingrímur J. láta út úr sér vanhugsuð orð eins og að jafna kosningum við pólitíska upplausn. Eftir helgi verður ljóst að ríkisstjórnin getur ekki setið áfram. Tvær ástæður eru fyrir því. Icesave var ríkisstjórnarmál og var fellt af þjóðinni. Í öðru lagi bíða útlönd eftir rökréttri niðurstöðu Icesave-kosninganna; að ríkisstjórnin falli.

Hvorki Steingrímur J. né Jóhanna eru með umboð þjóðarinnar til að eiga samskipti við útlönd. Ef þau halda áfram eins og ekkert hafi í skorist eru grundvallareglur fulltrúalýðræðisins brotnar.

Sem sagt, eftir helgi stöndum við frammi fyrir tveim kostum. Í fyrsta lagi að ríkisstjórnin segi af sér og boðað verði til kosninga sem yrðu um mitt sumar. Í öðru lagi að minnihlutastjórn verði mynduð sem vinnur samráðsfjárlög í sumar, fær þau samþykkt á haustþingi og kosið verði á tímabilinu október til nóvember.

Tveir flokkar koma til greina að mynda minnihlutastjórn. Framsóknarflokkurinn og formaðurinn hans er sigurvegari Icesave-kosninganna og á tilkall. Vinstri grænir njóta þess enn að hafa ekki stuðlað að hruni. Til að Vinstri grænir komi til greina að leiða minnihlutastjórn verður Steingrímur J. að víkja - hann ásamt Jóhönnu og Bjarna Ben. tapaði Icesave-kosningunum.

Ef ríkisstjórnin lætur ekki segjast verður forsetinn að grípa inn í og beita 24. grein stjórnarskrárinnar

24. grein

Forseti lýðveldisins getur rofið Alþingi, og skal þá stofnað til nýrra kosninga, áður en 45 dagar eru liðnir frá því er gert var kunnugt um þingrofið, enda komi Alþingi saman eigi síðar en tíu vikum eftir að það var rofið. Alþingismenn skulu halda umboði sínu til kjördags.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Það mundi ekki verða nein sátt um VG í slíkri minnihlutastjórn því þau eru eitt stærsta vandamálið í þessari stjórn þ.e. stöðnun og pólitísk andstaða við framkvæmdir sem þarf að gera til að koma hjólum atvinnulífsins af stað. Tímabundin stjórn yrði að vera D, Sf, B eða allir fjórir stærstu fokkarnir. Helst vil ég kosningu sem fyrst. Þvottavélina á þetta allt saman og allir fái endurnýjað umboð eða ekki.Síðast var kosið í reiði og með glyrnurnar í baksýnisspeglinum. Nú þarf að kjósa um hvernig efnahagsstjórn við viljum í nánustu framtíð og hverjum við treystum til þess að framkvæma það sem þarf að gera.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2011 kl. 17:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér sýnist þau nú þegar vera að reyna að hámarka skaðann bölmóði sínum fyrir kosningar til fulltyngis.  Norræn blöð tíunda ótta forsætisráðherra við upplausn (kaos) á forsíðum auk þess sem hún er enn að viðurkenna greiðsluskyldu okkar í beinni útsendingu.

Það er ljóst að þau verða að víkja nú strax ef ekki á að hljótast meiri skaði af. Það er nefnilega það versta sem henti þeirra annars auma pólitíska feril að hér rættist úr.  Þar sem þau hugsa ekki um annað, þá er víst að þau munu halda áfram að tala niður stöðu okkar og draga lappirnar í öllu sem gæti styrkt stöðu landsins. Worst case scenario er það sem þjónar ÞEIM best.

Með það próspekt getum við ekki teflt þessa skák.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband