Þjóðin flengir valdaelítuna

Pólitíska valdastéttin var löðrunguð í þjóðaratkvæðagræðslunni og þjóðin hraunaði yfir Villana og Gylfana í efnahags- og atvinnulífinu. Ríkisstjórnin, sem þóttist vera eitthvað meira og betra en hrunstjórnin, var sýnd algerlega umboðslaus og með enga tiltrú.

Baulað var á Bjarna Ben. formann Sjálfstæðisflokksins þegar hann birtist á skjánum á Esjunni þar sem nei-sinnar komu til að fagna árangrinum af sjálfsprottinni grasrótarpólitík.

Siðferðisþrek þjóðarinnar er meira en forystuliðsins sem á að heita að vinni fyrir landsmenn en er í reynd villuráfandi afgangsstærð úr hruninu.

Pólitíska niðurstaðan af þjóðaratkvæðagreiðslunni er þessi: Ríkisstjórnin er fallin og forysta Sjálfstæðisflokksins er fallin.

Kosningar eiga að vera í sumar og þær kosningar munu snúast um að hreinsa út eymdarliðinu sem hvorki getur staðið í lappirnar né boðið upp á þekkilega framtíðarsýn.


mbl.is Afgerandi nei við Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott hjá Jóhönnu enn og aftur.  Í Skandinavískum blöðum segir hún að Íslendingar hafi valið voðalega vondan kost!  Góðar málsvarnir eða hitt þó...

Það hlýtur bara að verða kosið bráðum.  Þetta gengur ekki lengur!

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 09:35

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Já Jóhanna byrjar varnir okkar á sama hátt og hingað til með því að bregðast okkur. Kosningar strax.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 10.4.2011 kl. 09:41

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Páll þú ert búinn að beita stílvopni þínu glæsilega,takk fyrir það.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2011 kl. 10:13

4 identicon

Undirrótin að sundurlyndisfjandanum og sundrungu þjóðarinnar er fyrst og síðast: ESB umsóknin og allt það rugl !

Þjóðin mun fella það rugl með enn stærri mun.

Eftir munu standa sem steinrunninn tröll og skesur þau Össur og Jóhanna og Samfylkingarhyskið eins og það leggur sig !

Það verður ágætt fyrir vaxandi ferðamannstraum til þjóðarinnar að geta bent útlendingum á þessar steinrunnu skessur í landslagi þjóðarinnar og hvers vegna þær urðu til !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 10:19

5 identicon

Sæll.

Nú þarf að kjósa því þessi ríkisstjórn mun klúðra vörnum fyrir okkur fyrir dómstólum, ef málið fer þá leið. Einnig þarf að skapa störf og lækka skatta verulega ásamt því að segja fólki upp í stjórnsýslunni frekar en velferðarkerfinu, minnka báknið.

Nú liggur einnig fyrir hjá Sjálfstæðisflokknum að moka flórinn, losna þarf við ansi marga þingmenn sem hafa ekki staðið við það sem þeir voru kjörnir til að gera, Sf deildina í Sjálfstæðisflokknum. Ég kýs Sjallana ekki fyrr en hreinsað hefur verið til þar. Sigmundur D hefur verið sjálfum sér samkvæmur og sannfærandi í sínum málflutningi varðandi Icesave og skattamál, öfugt við Bjarna B sem nú þykist hvergi fundinn varðandi Icesave. Hann er sennilega bara enn einn valdafíkilinn sem gefur ekkert fyrir málefni, vill bara komast að kjötkötlunum. Nú hefur hann ekki peninga N1 veldisins til að styðja sig þannig að vonandi losnar þjóðin við hann og hans ískalda hagsmunamat.

Er ekki hægt að gera Steingrím og Jóhönnu að sendiherrum sem lengt héðan, það er allt til vinnandi að losna við það fólk enda hafa Sf og Vg klúðrað öllu sem hægt er að klúðra og 2 ár nú farin í súginn vegna þessara snillinga.

Ætli nokkrir eftirmálar verði af því fyrir Steingrím og fjármálaráðuneytið að brjóta upplýsingalög?

Helgi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:30

6 identicon

Næsta skref er að skipa utanþingstjórn, stjórn sem losaði þjóðina undan oki útrásarmaðka. Eftir ormahreinsun fjarar fljótt undan eymdarliðinu. 

Er ekki tímabært að benda Bretum á að icesave fé þeirra er ekki á Íslandi, heldur í þeirra eigin skattaskjólum.  Krefjumst þess að þeir opni skattaskjólin, þar er einnig að finna annað þýfi, sem stolið var úr ísl fyrirtækjum og lífeyrissjóðum.

Takk fyrir flotta pistla Páll, sammála kosningar í sumar.

þór (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:35

7 identicon

Sammála Páli. Takk fyrir góða pistla.

Sigurður (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:48

8 identicon

Já ég held að þetta sé rétt hjá þér, ríkisstjórnin og forusta xD eru líklega fallin!

Skúli (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 12:31

9 identicon

Tek undir með Þór hér ofar,um að skipa þarf núna Utanþingsstjórn.

Númi (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 16:08

10 identicon

Það á ekki að líðast að Steingrímur og Jóhanna komi að vörnum fyrir landið, þau hafa allan tímann setið í liði breta og hollendinga. Þau eru byrjuð að rífa niður málstaðinn nú þegar.  Burtu með þau.

Njáll (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 17:45

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landsbankinn er líka fallinn. En alveg eins og Jóhanna, Steingrímur og Bjarni, munu þau þráast við að viðurkenna það fram í rauðan dauðann.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.4.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband