Lok, lok og læs á ESB-umsóknina

Framsóknarflokkurinn breytti um stefnu á flokksþinginu í dag og telur hag Íslands betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Það er skýr og ákveðin stefna. Breytingartillögur, sem hvor um sig tók á útfærsluatriðum um hvort og hvenær aðildarviðræðum skuli hætti, eru aukaatriði.

Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði Evrópusambandsaðild á landsfundi í fyrra og Framsóknarflokkurinn hafnar aðild í dag. Vinstri grænir eru jafnframt með þá yfirlýstu afstöðu að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins.

Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild að Evrópusambandinu á stefnu sinni. Mál er að linni. Á mánudag á að senda skeyti til Brussel með svohljóðandi skilaboðum: afsakið okkur fyrir bjölluatið, við vorum bara í sjokki eftir hrunið og vorum ekki fyllilega meðvituð sem þjóð. Við erum hætti í aðlögunarviðræðum og þökkum fyrir okkur. 


mbl.is Báðar breytingartillögurnar felldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir vita þó greinilega ekki í hvora löppina þeir eiga að stíga. Þrátt fyrir þetta gátu þeir ekki gert upp við sig hvort halda ætti viðræðum áfram með tilheyrandi kostnaði og tregðu fyrir stjórnsýsluna.

Veistu...ég held að þetta sé ekkert annað en lýðskrum í ætt við VG af því að nú fer brátt að draga að kosningum, eins og þú sjálfur tíundar ítrekað.

Ég hafði einhverja glætu um að þessi flokkur væri að færast nær fólki og hagsmunum þess en sé nú að hann er klipptur úr sama vaðmáli og allt hitt hyskið.

Vandinn við íslensk stjórnmál er sá að nú eru lobbyistar fjármálaaflanna ekki lengur í þrýstihópum utan þings eða ráfandi með bitlinga sína á göngum alþingis. Nú eru þeir í framboði og í þingsölum sem ráðamenn þjóðarinnar. Lögin eru samin í verslunarráði og kvittuð á þingi af sömu aðilum og sömdu þau í palesanderherbergjum ráðsins.  Koníaks og vindlalyktina má enn finna af plöggunum.

Nei Palli minn. Þú selur okkur ekki framsókn þótt búið sé að flikka upp á umbúðirnar. Innihaldið er það sama af spillingarpækluðum tækifærisinnum og í innsta kjarna eru gömlu viðrinin sem kippa í spotta. Veri það Halldór eða Alfreð eða Finnur...You name it.

Við  erum vaxin yfir svona spuna kallinn minn.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 22:14

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það sem ég er að segja Palli minn er að það þarf meira til en þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.4.2011 kl. 22:32

3 identicon

Páll Vilhjálmsson launaður til að ljúga að fólki , í andstöðu ESB !!

Ekkert merkilegt við það !!!

Nema að Páll Vilhjálmsson þarf að leita sér að nýjum ,,vini" !!!

JR (IP-tala skráð) 9.4.2011 kl. 22:34

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

JR...orð mín snúast ekki um ESB. Þar hefur Páll ávallt verið upplýstur og sagt satt.  Þú hinsvegar hefur tekið ESB eins og ofgatrúarbrögðum þrátt fyrir að spilaborgin sé að hrynja í kringum þig.  Til allrar hamingju eru eðjóð á borð við þig sjáldgæf.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.4.2011 kl. 00:36

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

       Páll gengur á vegi duggðarinnar,þökk fyrir það.  Já skeytið til Brussel; ,,Við eru hætt með ykkur,, sorry.

Helga Kristjánsdóttir, 10.4.2011 kl. 01:07

6 identicon

Sérdeilis ómálefnalegt og beinlínis rætið comment "JR" hér að ofan lýsir best málefnafátæktinni og rökleysinu hjá þessum ESB aftaníossum eins og honum !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband